VIII.

Jesús gekk þá í fjallið Oliveti. Og að morni í dögun kom hann aftur í musterið og allt fólkið kom til hans. Hann setti sig og lærði það. [

En hinir lögklóku og farísear leiddu fram fyrir hann þá konu sem í hórdómi var gripin og settu hana þar í miðið og sögðu til hans: [ „Meistari, þessi kona er nú fundin í hórdómi en Moyses býður oss í lögmálinu að berja þess háttar menn grjóti. Eða hvað segir þú til?“ En þetta sögðu þeir af því þeir freistuðu hans að þeir mættu so ákæra hann. En Jesús laut niður og sagði til þeirra: „Hver yðar sem er án syndar kasti sá fyrstur steini á hana.“ Þá laut hann niður aftur og ritaði á jörðina. Þá þeir heyrðu þetta og þeirra samviska straffaði þá gekk einn eftir öðrum út, fyrstir þó öldungarnir. Jesús var þá einn eftir og konan þar standandi mitt fyrir honum. En þá Jesús rétti sig upp og sá þar öngvan nema konuna sagði hann til hennar: [ „Kona, hvar eru þeir sem þig áklaga? Hefir nokkur fordæmt þig?“ En hún sagði: „Herra, enginn.“ Jesús sagði henni þá: „Eigi mun eg fordæma þig heldur. Gakk héðan og syndga nú ei oftar héðan af.“

Jesús talaði enn aftur til þeirra so segandi: [ „Eg em ljós heimsins. Hver hann fylgir mér eftir sá gengur ei í myrkrunum heldur hefur hann ljós lífsins.“ Þá sögðu Pharisei til hans: „Þú ber vitni af sjálfum þér, þinn vitnisburður er eigi sannur.“ Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Ef eg ber af sjálfum mér vitni þá er minn vitnisburður sannur því eg veit hvaðan eg kom og hvert að eg fer. En þér vitið eigi hvaðan eg kom eður hvert eg fer. Þér dæmið eftir holdinu. Eg dæmi öngvan en ef eg dæmi þá er minn dómur réttur því að eg er eigi einnsaman heldur eg og sá faðir er mig sendi. So er og skrifað í lögum yðar að tveggja manna vitnisburður sé sannur. Eg em sá sem af mér sjálfum ber vitni og faðirinn sá mig sendi hann ber og af mér vitni.“ Þá sögðu þeir til hans: [ „Hver er faðir þinn?“ Jesús svaraði: „Eigi kenni þér mig né minn föður. Ef þér þekktuð mig þá þekktu þér og minn föður.“ Þessi orð talaði Jesús við ölmösukistuna þá hann kenndi í musterinu. Og enginn tók hann því hans stund var enn eigi komin.

Þá sagði Jesús enn til þeirra: [ „Eg fer og þér leitið mín og í synd yðvari deyi þér. Hvert eg fer þangað fái þér eigi að koma.“ Þá sögðu Gyðingar: [ „Mun hann vilja drepa sjálfan sig það hann segir: Hvert að eg fer þangað fái þér eigi að koma?“ Þá sagði hann þeim: „Þér eruð hér neðan að, eg em að ofan. Þér eruð af þessum heimi, eg em ei af þessum heimi. Því sagði eg yður að þér munduð deyja í syndum yðrum. Því ef þér trúið ei að eg sé hann þá munu þér deyja í yðrum syndum.“ Þá sögðu þeir til hans: „Hver ert þú?“ Jesús sagði til þeirra: „Það upphaf sem nú talar við yður. Margt hefi eg að tala og dæma um yður en sá mig sendi hann er sannorður og hvað eg heyrða af honum það tala eg fyrir heiminum.“ En þeir skildu það eigi að hann sagði þeim af Guði föður.

Þá sagði Jesús til þeirra: „Nær þér upphefið Mannsins son þá skilji þér að eg sé hann. Og af mér sjálfum gjöri eg ekkert heldur það sem mig lærði minn faðir það tala eg og sá er mig sendi hann er meður mér. Faðirinn lét mig ei einnsaman því að eg gjöri jafnan það honum er þægt.“ Þá hann talaði þetta trúðu margir á hann.

Þá sagði Jesús til þeirra Gyðinga sem á hann trúðu: [ „Ef þér blífið við mína ræðu þá eru þér mínir sannir lærisveinar og þá þekki þér sannleikinn og sannleikurinn mun yður frelsa.“ [ Þá svöruðu þeir honum: „Vér erum Abrahams sæði og aldrei höfum vér nokkurs manns þrælar verið. Hvernin segir þú þá: Þér skuluð frjálsir verða?“

Jesús svaraði þeim og sagði: [ „Sannlega, sannlega segi eg yður: Her helst sem syndina gjörir hann er syndarinnar þræll. Þrællinn blífur eigi eilíflega í húsinu en sonurinn blífur þar eilíflega. Nú ef sonurinn frelsar yður þá eru þér réttlega frjálsir. Eg veit að þér eruð Abrahams synir. Þó sæki þér til að deyða mig því að mín ræða grípur öngvan stað hjá yður. Eg tala það sem eg séð hefi hjá mínum föður. Og hvað þér sáuð hjá yðrum föður, það gjöri þér.“

Þeir svöruðu og sögðu til hans: [ „Abraham er vor faðir.“ Þá sagði Jesús þeim: „Þér gjörið yðar föðurs verk.“ Þá svöruðu þeir: „Eigi erum vér í hórdómi bornir. Einn Guð höfum vér fyrir föður.“ Jesús sagði þá til þeirra: „Ef Guð væri yðar faðir þá elskuðuð þér mig því eg em af Guði kominn og framgenginn. Því eigi kom eg af sjálfum mér heldur sendi hann mig. Fyrir því þekki þér þá ekki mitt mál af því þér megið eigi heyra mína ræðu.

Þér eruð af föðurnum fjanda og girndum yðar föðurs þá vilji þér eftirfylgja. Hann var einn morðingi þegar að upphafi og eigi stóð hann í sannleiknum. Því að sannleikurinn er ei með honum. Þá hann talar lygi talar hann af sínu eigin því hann er er einn ljúgari, so og þess hlutar faðir. En mér, af því eg segi sannleikinn, þá vilji þér ei trúa.

Hver yðar kann straffa mig af nokkuri synd? Nú ef eg segi sannleikinn, því trúi þér mér þá eigi? Hver hann er af Guði sá heyrir Guðs orð. Af því heyri þér eigi að þér eruð eigi af Guði.“

Þá svöruðu Júðar og sögðu honum: „Segjum vær eigi vel að þú ert samverskur og hefur djöfulinn?“ Jesús svaraði: [ „Eigi hefi eg djöful heldur vegsama eg föður minn og þér vanheiðrið mig. Eg leita eigi að minni dýrð. Sá er sem leitar og dæmir.

Sannlega, sannlega segi eg yður: [ Ef nokkur er sá sem geymir mín orð hann mun ei sjá dauðann að eilífu.“ Þá sögðu Júðar við hann: „Nú finnum vær að þú hefir djöfulinn. Abraham er dauður og spámennirnir og þú segir: Ef nokkur er sá eð geymir mín orð hann mun eigi smakka dauðann að eilífu. Eða ertu meiri föður vorum Abraham hver framliðinn er? Og spámennirnir eru og framliðnir. Hvern gjörir þú sjálfan þig?“

Jesús svaraði: [ „Ef eg vegsama mig sjálfur þá er mín dýrð engin. Þar er minn faðir sá mig vegsamar hvern þér segið yðvarn Guð vera og þekkið hann þó ei. En eg þekki hann og ef eg segða það eg þekkti hann ekki þá væri eg einn ljúgari líkur yður. Heldur þekki eg han og geymi hans orð.

Abraham faðir yðar gladdist að hann skyldi sjá minn dag. [ Og hann sá hann og varð glaður við.“ Þá sögðu Júðar til hans: „Þú ert enn eigi fimmtugur og þó sástu Abraham?“ Jesús sagði til þeirra: „Sannlega, sannlega segi eg yður: Áður en Abraham var em eg.“ Þá tóku þeir upp steina að þeir köstuðu á hann. En Jesús forðaði sér og gekk úr musterinu.