XII.

Þá svaraði Job og sagði: [ „Já, þér eruð þeir menn, með yður mun vísdómurinn deyja. Eg hefi og vel eitt hjarta sem þér og er ekki minniháttar en þér og hver er sá em ekki veit slíkt? Hver hann verður spottaður af sínum náunga, sá sami mun ákalla Guð og hann mun heyra hann, sá hinn réttvísi og hinn frómi hlýtur dárskap að líða! Og þar er eitt fyrirlitið [ ljóskorn fyrir hugskotum ríkilátra tilbúið að þeir hneyksli sig þar á. Ræningjanna heimili þau hafa nógar gnægtir og þeir æða djarflegana í móti Guði en þó að Guð hafi gefið þeim það í þeirra hendur.

Fréttu kvikféð og mun það kenna þér það og fuglarnir loftsins munu undivísa þér það eður tala þú við jörðina og mun hún kenna þér það og fiskarnir í sjónum munu framtelja þér það. Hver er sá að ei viti það að hönd Drottins hafi gjört allt þetta? Svo það í hans hendi eru allra þeirra sálir sem lifa og andinn alls holds hvers fyrir sig. Prófar ekki eyrað orðræðuna og munnurinn smakkar matinn? Já, í hjá þeim forfeðrunum er [ vísdómurinn og hjá þeim gömlu skilningurinn, hjá þeim er viskan og valdið, ráðspekið og skilningurinn. Sjá þú, nær eð hann í sundur brýtur þá hjálpar þar engin uppbygging, nær eð hann innilýkur nokkurn þá er þar ennginn sem upplýkur. Nær eð hann innistemmir vatnið þá blífa allir hlutir þurrir og nær eð hann sleppir því út þá rótar það upp jörðunni. Hann er öflugur og fær það gjört, hans er bæði sá sem villt fer og hinn sá sem villir.

Hann í burt leiðir hina ráðaklóku sem annað herfang og gjörir dómarana heimskufulla. Hann uppleysir þrengslin konunganna og með beltinu umgyrðir hann þeirra lendar. Hann burtleiðir prestana sem annað ránfé og hann lætur það bregðast þeim sterku. Hann í burt vendir vörum sannmálugra og hann í burt tekur siðvenjur hinna gömlu. Hann úthellir forsmán yfir höfðingjana og lausan gjörir sáttmálann voldugra. Hann opnar undirdjúpin myrkranna og útleiðir það myrkva til ljóssins. Hann gjörir suma hverja að mikilsháttar mönnum og glatar þeim þó aftur. Hann útbreiðir sumt fólk og í burt drífur það aftur. Hann burt tekur hjarta höfðingjanna fólksins í landinu og lætur þá villast á óveginum þar enginn vegur er svo að þeir án ljóssins ráfa í myrkrinu og hann gjörir það að þeir fara villir vega sem aðrir drykkjumenn.