XXI.

Þetta er það orð sem skeði af Drottni til Jeremia þá eð kóngurinn Zedechias sendi Pashúr Malakíason til hans og Sefanía son Maesía kennimanns og lét segja honum: [ „Aðspyr þú Drottin fyrir oss það Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon stríðir á móti oss það Drottinn vildi þó gjöra við oss eftir öllum sínum dásemdum so að hann mætti í burt draga frá oss.“

Jeremias sagði til þeirra: Segið so til Zedechia: Þetta segir Drottinn Guð Ísraels: Sjá þú, eg vil snúa þeim vopnum á bak aftur sem þér hafið í yðar höndum, meður þeim eð þér berjist á móti konunginum af Babýlon og í móti þeim Caldeis sem yður hafa umkringt hér úti fyrir múrnum og vil safna þeim samans mitt inn í staðinn. [ Og eg vil stríða á móti yður með útréttri hendi og sterkum armlegg, með mikilli reiðigrimmd og miskunnarleysi og eg vil slá borgarmennina þessa staðarins, bæði menn og fénað, svo að þeir skulu deyja af mikilli drepsótt. Og þar eftir á, segir Drottinn, vil eg gefa Zedechiam konunginn Júda og hans þénara og það fólkið sem eftir verður í þessum stað af drepsóttinni, sverðinu og hungrinu í hendur Nabúgodonosor kóngsins af Babýlon og í þeirra óvina hendur og í þeirra hinna sömu hendur sem leita eftir þeirra lífi að hann skuli so slá þá meður sverðseggjum að þar skal engin vægð né miskunnsemi á vera.

Og seg þú þessu fólki: So segir Drottinn: [ Sjá þú, eg legg yður fyrir veginn til lífsins og veginn til dauðans. Hver hann blífur í þessum stað sá skal deyja fyrir sverði, hungri og drepsótt. En hver eð gefur sig hér frá út til þeirra Caldeis sem yður hafa umkringt sá skal lifa og sínu lífi bíhalda sem öðru hlutskipti. Því að eg hefi sett mitt auglit út yfir þennan stað til ógæfu og til einskis góðs, segir Drottinn. Hann skal gefast í hendur konungsins af Babýlon so að hann skal brenna hann upp með eldi. [

Og heyrið það orð Drottins, þér af húsinu kóngsins Júda, þú Davíðs hús. [ So segir Drottinn: Haldið dóminn á morgninum og frelsið þann sem ræntur er af hendi ofsóknarans upp á það mín grimmd skuli eigi út fara sem eldur og brenna so að enginn kunni út að slökkva fyrir yðars vondslegs athæfis sakir. [ Sjá þú, segir Drottinn, eg segi þér, þú sem býr í dalnum, á fjallinu og á sléttlendinu og þú segir: „Hver vill oss yfirgang veita eður inn koma í vora herkastala?“ Eg vil sækja yður heim, segir Drottinn, eftir ávexti yðvara verka. Eg vil kveikja einn eld í hennar skógi so að hann skal foreyða öllum hlutum þar allt um kring.