IX.

Ísrael, þú þarft ekki að gleðjast, eigi heldur að hrósa þér sem þjóðirnar, því þú fremur hór í móti þínum Guði hvar með þú leitar hórulauna svo að allar kornhlöður yrði fullar með korn. Þar fyrir þá skulu hverki kornhlöður né vínþrúgur fæða þig og vínið skal ekki vilja þér til. Og þér skuluð ekki vera í herrans landi heldur skal Efraím aftur í Egyptaland og hlýtur í Assyria að eta það sem er óhreint þar sem þeir skulu ekki kunna að offra Drottni drykkoffur af víni eða nokkuð annað honum til þóknunar að gjöra. Þeirra offur skal vera sem brauð sorgfullra af hverju að allir verða óhreinir þar sem þar af eta.[ Því þeir skulu eta sitt brauð hjá sér sjálfum og það skal ekki berast í herrans hús. Hvað vilji þér þá gjöra á ártíðum og á Drottins hátíðisdögum? Sjá þú, þeir skulu burt fyrir eyðileggjaranum, Egyptaland skal safna þeim og Móab skal grafa þá. Illgresi skulu þar vaxa þar sem þeirra elskulegir silfurafguðir standa nú og þyrnar í þeirra tjaldbúðum.

Vitjunartíminn er kominn, endurgjaldstíminn er kominn, það skal Ísrael vel formerkja. Prophetarnir eru þussar og þeir villuandar eru galnir fyrir þann stóra misgjörning og sökum þeirra háðuglegu afguðadýrkunar. Varðhaldsmennirnir í Efraím héldu sig í forðum tíð til míns Guðs en spámennirnir eru nú þeir sem snörur leggja á alla þeirra vegu með háðuglegri afguðadýrkan í þeirra guðshúsum. Þeir fordjarfa það of mjög, svo sem í [ Gíbea tíð, þar fyrir skal hann minnast á þeirra misgjörninga og vitja þeirra synda.

Eg fann Ísrael í eyðimörku so sem vínþrúgu og eg sá yðar feður so sem hinar fyrstu fíkjur á fíkjutrénu. En þar eftir gengu þeir til Baal Peór og gáfu sína trú þeim skamarlegu afguðum og þeir urðu so svívirðilegir sem þeirra hórkallar. [ Þar fyrir skal Efraíms prýði burt fljúga sem einn fugl svo þeir skulu hverki fæða né geta né þungaðir verða. Og þó þeir alla reiðu upp ali sín börn þá vil eg þó gjöra þá barnlausa svo þeir skulu ekkert fólk vera. Og vei þeim nær eg em í burt frá þeim vikinn!

Efraím (sem mér sýnist) er plöntuð og fögur sem Tyrus en hlýtur nú að gefa sín börn út í hendur manndráparans. Drottinn, gef þeim. En hvað viltu gefa þeim? Gef þeim ávaxtarlaust líf og þurrt brjóst.

Öll þeirra vonska sker í Gilgal. Þar hata eg þá og eg vil hrinda þeim út af mínu húsi sökum þeirra vonds athæfis og öngvan kærleika vil eg þeim meir auðsýna því allir þeirra höfðingjar eru frá mér fallnir.

Efraím er sleginn, þeirra rót er [ skræld so að þeir geta öngvan ávöxt meir borið og þó þeir enn fæddu þá vil eg líka vel í hel slá þeirra elskulega lífs ávöxt. Minn Guð skal burt kasta þeim það þeir vildu ekki heyra hann og þeir skulu villast á meðal heiðingjanna.