Og þeir yppustu feður af ættkvísl sona Gíleað, sona Makír, sem var son Manasses, af ættkvísl sona Jósef, gengu fram og töluðu til Mósen og so til höfuðsmannanna og til ypustu feðra Ísraelssona og sögðu: „Kæri herra, Drottinn hefur boðið að menn skulu gefa Ísraelissonum landið til arfskiptis með hlutfalli og þú, minn herra, hefur bífalað það fyrir Drottni að vér skyldum gefa vors bróðurs Selafehað dætrum hans erfðahlut. [ Nú ef nokkur af Ísraelssonum tekur þær til eiginkvenna þá verður vor föðurarfur minni og svo mikið sem þær hafa fellur það til arfs í þá ættkvísl sem þær koma til og verður þá vor erfðahlutur þess minni. Og þá það fagnaðarár kemur nú fyrir Ísraelssonum þá kemur og þeirra erfðahlutur burt til þeirrar ættkvíslar sem þær eru. Og með þessu verður vor föðurarfur þess mun minni sem þær hafa meira.“

Og Móses bauð Ísraelsissonum eftir bífalning Drottins og sagði: „Það er rétt sem ættkvísl sona Jósef hefur sagt. Þetta býður Drottinn um Selafehað dætur og segir: Þær mega gifta sig sérhverjum þær vilja, þó svo að þær gifti sig í sína föður ættkvísl og frændleifð, svo að erfð Ísraelissona falli ekki frá einni ættkvísl til annarrar. Því að hvör og einn af Ísraelssonum skal blífa við arf sinnar föðurættar. Og allar dætur sem hafa erfðarpart á meðal Ísraelissona þær skulu giftast í sinna feðra ættkvísl og slekti svo hver einn og einn á meðal Ísraelissona megi halda síns föðurs arfi so að ekki falli nokkur erfð úrættis í aðra ættkvísl, heldur að hver megi halda sinni erfð á millum Ísraelissona kynkvísla.“

Selafeaðdætur, Mahela, Tirsa, Hagla, Milka og Nóa, gjörðu sem Drottinn hafði boðið Móse og giftust sínum frændum í Manasse sona ættkvísl, sonar Jósef. So bleif þeirra arfleifð í ættinni kynkvíslarinnar þeirra feðra. Þessi eru þau boðorð og þau réttindi sem Drotitnn bauð Ísraelissonum fyrir Mósen á þeim völlum Móab hjá Jórdan gagnvart Jeríkó.

Endir á þeirri Fjórðu bók Móses