Aunnur bók Macchabeorum

I.

Vér Gyðingar, yðar bræður, sem erum til Jerúsalem og um allt Gyðingaland, óskum yður Gyðingum, vorum bræðrum sem eru í Egyptalandi, lukku og velferð.

Guð blessi yður og minnist á sinn sáttmála sem hann hefur lofað Abraham, Ísaak og Jakob sínum trúum þénurum og gefi yður eitt réttilegt hjarta so að þér blífið stöðugir og staðfastir í hans lögmáli og unni yður þess að þér stundið hans boðorð og huggi yður. Hann heyri yðar bæn og sé yður líknsamur og yfirgefi yður ekki í neyðinni. So biðjum vér fyrir yður með jafnaði.

Vér höfum skrifað yður til í vorri stærstu neyð þá Jason og hans selskapur sneri sér frá því heilaga landi og frá ríkinu og uppbrenndi vor borgarhlið og úthellti saklausu blóði. [ Þá báðum vér og Drottinn bænheyrði oss og vér offruðum honum simlamjöli og kveiktum á lömpunum og lögðum upp skoðunabrauðin. Og vér óskum að þér vilduð nú halda kirkjuvígsluna með oss í mánaðinum kaslev. Gefið á því hundraðasta og sextugasta og níunda ári, í kóng Demetrii tíð.

Vér í Jerúsalem og öllu Gyðingalandi ásamt með öldungunum og Jóhannes óskum Aristobulo, konungsins Ptolomei skólameistar, hver að er af kennimannlegu kyni, og þeim öðrum Gyðingum sem eru í Egyptalandi, lukku og velferðar. [

Vér þökkum Guði sem vel er verðugt að hann hefur frelst oss úr so stórri neyð þar sem vér urðum að verja oss fyrir so megtugum kóngi. Því að Guð hefur burtrekið vorn óvin úr þeim heilaga stað allt í Persialand. Þar varð kóngurinn með sínum óyfirvinnanlegum her myrtur í musterinu Nane með klókskap prestsins Nane. [ Því að þá Antiochus kom þangað með sínum vinum til gyðjunnar Diane so sem vildi hann giftast henni og taka allt fé úr musterinu til morgungáfu og þá presturinn Nane bar það fram og hann var genginn með nokkrum mönnum í kapelluna þá létu þeir kirkjuna aftur eftir honum og lömdu hann til dauðs með grjóti og alla þá sem með honum væru. Því nærst hjuggu þeir þá í stykki og köstuðu þeim út. Guði sé ætíð lof að hann hefur burt dæmt þá óguðlegu.

Eftir því að vér hugsum að halda hreinsunarhátíð musterisins á þeim tuttugasta og fimmta degi mánaðarins kaslec þá höfum vér viljað láta yður það vita so að þér hélduð með oss þá sömu hátíð. Líka sem sá dagur er haldinn á hverjum Nehemías fann eldinn þá hann uppbyggði musterið og altarið og fórnfærði að nýju.

Því að þá vorir feður voru burtfluttir í Persialand þá geymdu kennimennirnir og földu eldinn altarisins í einnri djúpri gryfju so að enginn vissi þar af. [ Þá Nehemías var nú nokkrum árum seinna eftir Guðs vilja heim sendur af kóngunum þá skipaði hann eftirkomendum þeirra kennimanna sem eldinn höfðu falið að þeir skyldu leita hann upp. En eftir því sem þeir hafa sagt oss þá fundu þeir öngvan eld heldur eitt þykkt vatn. Það sama bauð hann þeim upp að ausa og fram að bera. Þá allir hlutir voru nú búnir til offursins þá bauð Nehemías að þeir skyldu úthella vatninu á viðinn og yfir offrið sem lá á viðnum. Þegar þeir höfðu það gjört og sólin var vel uppkomin og skýin liðu í burtu þá kviknaði einn mikill eldur. Það undruðust þeir allir. Þá tóku kennimennirnir og fólkið til að biðjast fyrir þangað til eð fórnin var uppbrennd. Og Jonathas söng fyrir en hinir aðrir töluðu eftir honum með Nehemía.

Og þessi var Nehemías bæn: [ „Drottinn vor Guð, þú sem skapaðir alla hluti og ert hræðilegur, styrkur og réttlátur og miskunnsamur og alleina sá rétti kóngur og smurður, þú sem alleina gefur allar gáfur, þú sem alleina ert réttlátur, almáttugur og eilífur, þú sem frelsaðir Ísrael af öllu illu, þú sem útvaldir vora forfeður og helgaðir þá, meðtak þetta offur vegna alls Ísraelsfólks og varðveit og helga þinn arf. Kom þú oss til samans aftur sem sundurdreifðir erum. Frels þá sem þjóna verða heiðingjunum og fyrirlíta oss, á hverjum hver maður hefur andstyggð, so að heiðingjarnir mættu formerkja að þú ert vor Guð. Straffa þá sem að niðurþrykkja oss og af miklum metnaði veita oss alla vanvirðu. Gróðurset þú þitt fólk að nýju í þínu helga takmarki sem Moyses hefur talað.“

Því nærst sungu prestarnir lofsöngva þar til þangað til að fórnin var brunnin. Eftir það bauð Nehemías að hella því vatni sem eftir var yfir stóra steina. Þar kom og einn eldur upp en hann varð fortærður af eldsloganum sem var á altarinu. Þetta barst strax út og kom fyrir kónginn í Persia, hversu að fundist hefði vatn í þeim stað sem menn höfðu eld falið og það sama vatn hafði uppbrennt fórnina. Og kóngurinn lét og so reyna það og hann lét fráskilja og fría þann stað og gaf þangað mikið fé. Og Nehemías lagsmenn kölluðu þann stað Nekpar, á norrænu „Hreinsan“. Sumir nefndu hann Neftar. [