1Páll postuli (hvörki settur af mönnum né að nokkurs manns tilhlutun, heldur af Jesú Kristi og Guði Föður, sem uppvakti hann frá dauðum),2og allir bræðurnir, sem hjá mér eru,3óskum söfnuðinum í Galatsju náðar og friðar af Guði Föður og Drottni vorum Jesú Kristi,4sem vegna vorra synda, útgaf sjálfan sig, að vilja Guðs og vors Föðurs, svo að hann frelsaði oss frá þessari yfirstandandi vondu öld.5Guði sé dýrð frá eilífð til eilífðar. Amen!
6Mig furðar, að þér svo fljótt skylduð láta snúa yður frá þeim, sem kallaði yður með lærdómi Krists, til annars náðarlærdóms,7sem þó er ekki annar til; en meiningin er: að nokkrir eru, sem trufla yður og vilja rangfæra Krists náðarlærdóm;8en þó að vér, eður engill frá himni boðaði yður náðarlærdóminn öðruvísi, en eg hefi kennt yður, hann sé bölvaður.9Já! eins og eg hefi áður sagt, svo segi eg nú aftur: ef nokkur kennir yður annan náðarlærdóm, en þann, sem þér hafið numið, sá sé bölvaður.10Mun eg nú vera að koma mér inn hjá mönnum eður Guði? eður leitast við að þóknast mönnum? ef eg enn þá væri að leitast við að þóknast þá trú, hvörri hann áður eyddi, og vegsömuðu Guð fyrir mig.
Galatabréfið 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Galatabréfið 1. kafli
Páll furðar sig á að Galatsíumenn hafi látið sig leiða frá réttum lærdómi Krists. Segist af Guði vera kallaður til postulaembættisins.
V. 1. Tít. 1,3. Kap. 1,12. Post. gb. 2,24.32. Efes. 1,20. V. 3. Róm. 1,7. f. V. 4. Matt. 20,28. Gal. 2,20. Efes. 5,2. 1 Jóh. 5,19. Matt. 1,21. Tít. 2,14. V. 6. Kap. 5,7.8. V. 7. sbr. Post. g. b. 15,1. V. 10. sbr. 2 Tess. 2,4. V. 12. Efes. 3,3. V. 13. Post. g. b. 9,1. 22,4. ff. V. 14. Fil. 3,6. V. 15. a. Jer. 1,5. Post. g. b. 9,5.15.16. 26,15–18. V. 16. Matt. 16,17. V. 18. Post. g. b. 9,26. V. 19. Mark. 6,3. V. 21. Post. g. b. 9,30. V. 23. Post.g.b. 9,21.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.