1Stríð ekki við þann volduga mann, svo þú fallir ekki í hans hendur.2Deil ekki við ríkan mann, svo hann verði þér ekki of þungur.3Því gullið tælir marga, og það beygir hjörtu kónganna.4Þrátta ekki við málskapsmanninn, og ber ei við að hans eldi.5Haf ekki gleðskap við ósiðaðan mann, að þínir forfeður verði ei óvirtir.6Bregð þeim ei um sína synd sem sig bætt hefir; mundu það að vér allir erum sekir.7Gjör ei gys að manninum í hans elli, því vér eldumst líka.8Fagna ei yfir nokkurs manns dauða; mun til þess, að vér allir hljótum að deyja.9Afræk ei tal hinna vísu, og dvel við þeirra snillyrði.10Því af þeim getur þú skilning fengið, og (séð) hvörsu heiðingjunum á að þjóna.11Fjærlæg þig ekki frásögum enna gömlu; því þeir lærðu líka af þínum feðrum.12Því af þeim getur þú lært hyggindi, og hvörsu maður á að svara, þegar áliggur.13Blás ekki enn meir að syndarans kolum, svo þú ekki brennir í báli hans elds.14Stattu ei upp fyrir andliti þess lastmálga, að hann setjist ei í launsátur um þinn munn.15Lána þú engum manni sem er voldugri en þú; en álít það, sem þú hefir lánað honum, glatað.16Gakk ekki í borgun þér um megn, og hafir þú gengið í borgun, svo hugsaðu til að borga.17Far ekki í mál við dómara; því eftir hans áliti munu menn honum (í vil) úrskurð á leggja.18Vertu ekki á ferð með fífldjörfum manni, svo hann verði þér ekki háskalegur; því eftir sinni vild mun hann breyta, og vegna hans óvits, muntu með honum rata í ógæfu.19Þú skalt ekki stríða við reiðigjarnan mann, og ferðast ekki með honum um óbyggðir; því blóð er sem ekkert í hans augum, og þar sem engin hjálp er, leggur hann þig að velli.20Ráðfærðu þig ekki við heimskingjann; því hann getur um ekkert þagað.21Gjör ekkert heimuglegt í nærveru framandi manns; því þú veist ekki hvörju hann getur af stað komið.22Opna ei þitt hjarta hvörjum manni, hann kannske þakki þér ekki fyrir það.