Þakklæti og bæn.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs.2Eg beið Drottins öruggur, hann beygði sig til mín og heyrði mitt hróp.3Og hann dró mig upp úr þeirri háskalegu gröf, þeirri feigu bleytu, og hann setti mína fætur á fastan klett, og styrkti minn gang.4Og hann lagði mér í munn nýtt kvæði, lofsöng fyrir vorn Guð. Það skulu margir sjá, og óttast Drottin, og reiða sig á hann.5Sæll er sá maður sem treystir Drottni, og snýr ei sínu andliti til dramblátra, og til þeirra lygigjörnu.6Drottinn, minn Guð! þú hefir margfaldað þínar dásemdir og ráðslaganir, oss viðvíkjandi; enginn er líkur þér; vilda eg kunngjöra þær, og segja frá þeim, yrðu þær ei taldar.7Sláturfórnir og matoffur þóknast þér ekki. Mín eyru hefir þú gegnum borað, brennifórnir og syndaoffur viltu ekki.8Þá sagði eg; sjá eg kem með lögmálsskrána, skrifaða í mitt hjarta.9Mig langar til að gjöra þinn vilja minn Guð, og þitt lögmál er innst í mínu hjarta.10Eg kunngjöri þitt réttlæti á mikilli samkomu. Sjá! mínar varir þvinga eg ekki. Þú veist það Drottinn.11Þitt réttlæti fel eg ekki í mínu hjarta. Þína trúfesti og hjálpræði vegsama eg, þína miskunn og sannleika dyl eg ekki fyrir þeim mikla söfnuði.12En þú Drottinn drag þú ekki í hlé við mig þína miskunn, láttu þína miskunn og sannleika ætíð varðveita mig.13Því ótöluleg óhöpp umspenna mig, mínar syndir hópast í kringum mig, svo eg get ekki séð út yfir, þær eru fleiri en hárin á mínu höfði, og mitt hjarta hefir yfirgefið mig.14Lát þér það vera geðþekkt Drottinn! að frelsa mig, flýttu þér Drottinn! mér til hjálpar.15Láttu þá sneypast og til skammar verða gjörsamlega, sem sitja um mitt líf; láttu þá hörfa til baka og verða til skammar, sem vilja mér illt.16Lát þá verða hissa á sinni eigin skömm, sem hrópa til mín, hæ! hæ!17þá fagna þeir allir og gleðjast í þér, sem þín leita. Lát þá sem elska þitt hjálpræði, ætíð segja: mikill er Drottinn!18Eg er vesæll og aumur, en Drottinn hugsar samt til mín. Þú ert mín hjálp og minn Frelsari! minn Guð! tef þú ekki!

V. 7. Mín eyru, etc. gjört mig þinn þjón. Aðr: látið mig vita, nefnil: að þú vildir hvörki sláturfórnir né matoffur. V. 16. Sem hælast um við mig.