Davíð er ofsóttur og svikinn.

1Og menn færðu Davíð fregn og sögðu: sjá! Filistear herja á Kegila a) og þeir ræna kornhlöðurnar (láfagarðana b).2Þá spurði Davíð Drottin og sagði: skal eg fara og slá þessa Filistea? Og Drottinn sagði til Davíðs: far þú og slá Filisteana og frelsaðu Kegila.3En Davíðs menn sögðu til hans: sjá! vér erum hræddir um oss hér í Júda, hvörsu miklu framar ef vér förum til Kegila mót herfylkingum Filisteanna.4Þá spurði Davíð Drottin aftur, og Drottinn svaraði honum og mælti: taktu þig upp og far til Kegila! því eg gef Filisteana í þína hönd.5Og svo fór Davíð og hans menn til Kegila, og barðist við Filistea, og rak þeirra flokka á flótta, og lagði að velli fjölda meðal þeirra, og svo frelsaði Davíð þá í Kegilu.6En það skeði, þegar Abíatar, sonur Abímeleks, flúði til Davíðs í Kegila, þá hafði hann meðferðis hökulinn.7Og Sál var sagt að Davíð væri kominn til Kegila; þá mælti Sál: Guð hefir gefið hann í mína hönd, fyrst hann hefir sig innlæst og er kominn í borg sem hefir port og slagbranda c).8Og Sál lét samankalla allt fólkið til stríðs, svo það færi til Kegila, og settist um Davíð og hans menn.9Og þegar Davíð frétti að Sál bruggaði sér ólukku í kyrrþey, sagði hann við prestinn Abíatar: kom þú hingað með hökulinn d)!10Og Davíð mælti: Drottinn Ísraels Guð! þinn þjón hefir heyrt að Sál ætli sér að koma til Kegilu, til að eyðileggja staðinn mín vegna;11ætla borgarmennirnir í Kegilu afhendi mig í hans hönd? ætla að Sál komi eins og þinn þjón hefir heyrt? Drottinn, Ísraels Guð, kunngjör þú það þínum þénara. Og Drottinn svaraði: hann mun koma.12Og Davíð mælti: munu borgarmenn í Kegilu framselja mig og mína menn í Sáls hönd? og Drottinn sagði: þeir munu framselja þig.13Þá tók Davíð sig upp og hans menn hér um bil 6 hundruð, og þeir lögðu af stað frá Kegilu, og fóru hvört sem þeir gátu farið. Þegar Sál frétti það, að Davíð væri flúinn frá Kegilu, þá sleppti hann herförinni.14Og Davíð var á eyðimörkinni á fjöllum, á fjöllunum í eyðimörkinni Sif. Og Sál ofsótti hann meðan hann lifði, en Guð gaf hann ekki í hans hönd.15Og Davíð sá, að Sál var lagður af stað til að sækjast eftir hans lífi, en Davíð var í eyðimörkinni Sif, í skóginum.16Og Jónatan, sonur Sáls, tók sig til, og kom til Davíðs í skóginn, og styrkti hans hönd með Guði.17Og hann sagði við hann: vertu óhræddur! því hönd föður míns Sáls, mun ei hitta þig, og þú munt verða kóngur yfir Ísrael, og eg vil ganga þér næst; og faðir minn Sál veit það.18Og þeir gjörðu báðir sáttmála fyrir Drottni e), og Davíð var í skóginum kyrr, en Jónatan fór heim til sín.
19Þá komu Sifítar f) til Sáls í Gíbea og sögðu: Davíð hefir falið sig hjá oss á fjöllunum í skóginum, á fjallinu Hakila, sem er sunnarlega í eyðimörkinni.20Og nú, ef kónginum líst, að fara, svo legg þú nú af stað, oss er það auðvelt að afhenda hann í kóngsins hönd.21Og Sál mælti: blessaðir séuð þér af Drottni, að þér hafið aumkast yfir mig g).22Farið nú og takið vel eftir, og njósnið og sjáið hans stað, hvört hans fótur kemur, hvör hann hefir séð þar; því menn hafa sagt mér að hann sé mikið viðsjáll.23Og sjáið nú til og njósnið um öll hans fylgsni, sem hann felur sig í, og komið aftur til mín með vissu, að eg fari með yður. Og ef að hann er í landinu, svo skal eg finna hann meðal allra Júda þúsunda.24Þá tóku þeir sig upp, og fóru á undan Sál til Sif. En Davíð og hans menn voru í eyðimörkinni Maon á sléttunni suður í eyðimörkinni.25Og Sál og hans menn lögðu af stað að leita hans. En menn sögðu það Davíð, og hann fór niður af hömrunum og staðnæmdist í Maonseyðimörk. Og sem Sál heyrði það, fór hann eftir Davíð inn í eyðimörkina Maon.26Og Sál fór öðrumegin við fjallið en Davíð og hans menn hinumegin við fjallið; og Davíð flýtti sér að komast undan Sál; en Sál og hans menn umkringdu Davíð og hans menn til að ná þeim.27En sendimaður kom til Sáls og mælti: kom þú nú fljótt! því Filistearnir eru komnir inn í landið.28Þá sneri Sál til baka, og hætti að elta Davíð og fór á móti Filisteunum, því var sá staður kallaður Selama Helkot (skilnaðarklettur).

V. 1. a. Jós. 15,44. b. Núm. 18,30. Rut. 3,2. fl. V. 7. c. Devt. 3,5. V. 9. d. Kap. 30,7. V. 18. e. Kap. 18,3. 20,16. V. 19. f. Kap. 26,1. Sálm. 54,2. V. 21. g. Ex. 2,6. Jer. 15,5.