Páll hrindir þeirri ímyndun, að Krists koma verði svo bráðum. Lofar Guð fyrir útvalningu Tessaloníkumanna, áminnir þá og biður fyrir þeim.

1En hvað áhrærir tilkomu Drottins vors Jesú Krists og vora samsöfnun til hans, þá bið eg yður, bræður,2að þér ekki séuð fljótir á, að láta yður hræða og trufla, hvörki af nokkurum anda, eður við kenningu eður bréf, svo sem það væri frá oss, eins og (tilkomu)dagur Drottins væri þegar fyrir höndum.3Látið engan villa yður á nokkurn hátt; því fyrst hlýtur fráfallið að ske, og maður syndarinnar að auglýsast, sá glötunarsonurinn,4er setur sig á móti því og hefur sig upp yfir allt það, sem Guð eður heilagt kallast; og það svo, að hann setur sig í Guðs musteri, og tér sig eins og væri hann Guð.5Minnist þér ekki þess, að eg sagði yður þetta, þá eg enn þá var hjá yður?6Og þér vitið, hvað það er, sem nú aftrar honum, til þess hann opinberist á sínum tíma;7því leyndardómur guðleysisins a) er þegar farinn að brydda á sér, einungis að sá verði úr vegi tekinn, er nú aftrar því;8því þá mun hinn guðlausi koma í ljós, hvörjum Drottinn Jesús mun tortýna með anda síns munns, og að engu gjöra, þá hann birtist dýrðlega í tilkomu sinni.9En tilkoma hins (óguðlega) sýnir sig á þeim glötuðu, fyrir framkvæmd Satans, í alls konar krafti, táknum og undrum lyginnar, og í alls lags vélum ranglætisins,10vegna þess þeir gáfu ekki sannleikselskunni inngang hjá sér, svo þeir hólpnir yrðu.11Þar fyrir mun Guð senda þeim megna villudóma, að þeir trúi lygi,12svo allir straffist, sem ekki trúa sannleikanum, en hafa velþóknun á ranglætinu.
13En skylt er, að vér ávallt þökkum Guði fyrir yður, bræður, Drottins elskanlegu! að Guð hefir frá upphafi útvalið yður til sáluhjálpar fyrir helgun andans og trú til sannleikans.14Til þess kallaði hann yður með vorri kenningu, að þér skylduð öðlast dýrð Drottins vors Jesú Krists.15Bræður! standið því stöðugir og haldið fast við þær lífsreglur, er þér numið hafið, annaðhvört af kenningu vorri eður bréfi.16En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og vor Guð og Faðir, sem elskaði oss og gaf oss af náð eilífa huggun og góða von,17hann huggi yðar hjörtu og gjöri yður staðfasta í sérhvörjum góðum lærdómi og góðri breytni.

V. 1. 1 Tess. 4,16.17. V. 2. það er: neinum, sem þættist hafa guðlega andagift. 1 Jóh. 4,1. V. 3. Jer. 29,8. Efes. 5,6. Kól. 2,18. 1 Jóh. 2,18. Opinb. b. 13,11. V. 4. Dan. 11,36. Opinb. b. 13,1.4–6. Esek. 28,2. V. 5. Jóh. 16,4. Post. g. b. 17,1. V. 6. 1 Jóh. 4,3. 2,18. V. 7. a. þ. e. guðleysi sem áður var hulið og ekki bar á. V. 8. það er: sínum kröftuga mætti. Esa. 11,4. samb. Sálm. 33,6. Opinb. b. 19,15. V. 9. Jóh. 8,41. 2 Kor. 4,4. Efes. 2,2. Matt. 24,24. Opinb. b. 13,13. V. 10. 2 Tím. 4,4. V. 11. Róm. 1,24. 1 Tím. 4,1. V. 12. v. 10. V. 13. Kap. 1,3. Efes. 1,4. 1 Tess. 1,4. V. 14. 1 Pét. 5,10. V. 16. Róm. 5,8. Gal. 2,20. V. 17. 1 Tess. 3,13.