II.

En vegna þeirrar tilkomu vors Drottins Jesú Christi og vorrar samansöfnunar til hans biðjum vér yður, kærir bræður, það þér látið ekki skjótlega hræra yður af yðru sinni né skelfa, hvorki fyrir anda eða fyrir orð né bréf so sem af oss sent, það dagur Christi sé þegar fyrir höndum. [ Látið öngvan villa yður með neinu móti. Því að hann kemur ekki nema að so sé það áður fyrri komi það fráfall og opinskár verði maður syndarinnar og glötunarsonur, sá sem að er mótstandari og sig forhefur upp yfir allt hvað Guð eður Guðs dýrkan heitir so það hann setur sig í Guðs musteri so sem Guð og það útvísandi að hann sé Guð.

Minnist þér ekki þar á það eg sagði yður þetta þann tíð eg var í hjá yður? Og hvar þar honum nú inni heldur viti þér þar til hann opinberast á sínum tíma. Því að sú vonska hreysir sér alla reiðu heimuglega utan það alleinasta sá sem því nú inniheldur hlýtur burt tekinn að verða og so mun þá hinn vondi opinskár verða (hvern Drottinn mun deyða með anda síns munns og honum endalok gjöra fyrir uppbirting sinnar tilkomu) hver tilkoma að sker eftir verkum andskotans með allsháttuðum lygilegum krafti, táknum og stórmerkjum og með allsháttuðu fláræði til ranglætis meðal þeirra sem tapaðir verða fyrir það þeir hafa eigi meðtekið kærleikann sannleiksins so þeir hjálpuðust. Því mun Guð senda þeim megnan villudóm að þeir trúi lyginni upp á það þeir verði allir dæmdir sem sannleiknum ekki trúa heldur samþykkjast ranglætinu.

En vér skulum þakka Guði alla tíma fyrir yður, elskanlegir bræður, af Drottni það Guð hefur útvalið yður allt frá upphafi til sáluhjálparinnar í helgun andans og í trú sannleiksins þar hann hefur yður í kallað fyrir evangelium til vegsamlegs eigindóms vors Drottins Jesú Christi.

So standið nú, kærir bræður, og haldið þá setninga sem þér eruð tillærðir, sé það fyrir vor orð eður bréf. En sjálfur vor Drottinn Jesús Christus og Guð vor faðir sá oss hefur elskað og gefið eilífa huggun og góða von fyrir náðina hann áminni yðar hjörtu og staðfesti yður í öllum lærdómi og góðum verkum.