XXI.

En hann leit upp og sá þá hinu ríku hvernin þeir létu sitt offur í ölmusustokkinn. [ Þá sá hann og nokkra ekkju fátæka sem lét þar inn tvo hálfpeninga. Og hann sagði: „Sannlega segi eg yður það þessi fátæka ekkja hefur meira lagt þar inn en hinir allir. Því þeir hafa allir af sinni yfirverandi eign innlagt til Guðs offurs en þessi hefur af sinni fátækt alla sína næring þar innlagt.“

Og er nokkrir gátu af musterinu að það væri fágað með góða steina og háfur sagði hann: „Sá tími mun koma á hverjum að allt þetta hvað þér sjáið mun enginn steinn yfir öðrum látinn að eigi sé niðurbrotinn.“ En þeir spurðu hann að og sögðu: „Meistari, nær skal þetta verða og hvað er merki til þá þetta mun tiltaka að ske?“

En hann sagði: [ „Sjáið til að þér verðið ei villtir. Því að margir munu koma í mínu nafni og segja að eg sé það og sá tími tekur að nálgast. Fylgið þeim eigi eftir. En nær þér heyrið af bardögum og missáttum þá hryggvist eigi því að þessu byrjar áður að ske en endinn er þó eigi þá strax.“ Þá sagði hann til þeirra: „Ein þjóð mun hefjast upp í móti annarri og eitt ríki í gegn öðru og miklir jarðskjálftar munu þar verða í ýmsum stöðum, hungur og drepsótt og ógnanir og stórar undranir munu þar ske af himni.

En fyrir allt þetta munu þeir hendur á yður leggja og ofsókn veita og yður framselja í sín þinghús og myrkvastofur, dragandi yður fyrir konunga og landshöfðingja fyrir míns nafns sakir. [ En þetta hendir yður til vitnisburðar. Því setjið yður í hjörtu það þér hugsið ei fyrir hvernin þér skuluð forsvara yður. Því að eg mun gefa yður munn og visku hverjum að eigi skulu geta í gegn staðið né mótmælt allir yðrir mótstöðumenn. [ En þér munuð og framseldir verða af foreldrum og bræðrum, frændum og vinum og nokkra af yður munu þeir lífi svipta. Og þér verðið hvers manns hatur fyrir míns nafns sakir. Og ekkert hár af yðru höfði skal þó farast. Eignist með yðvari þolinmæði sálir yðrar.

En nær þér sjáið Jerúsalem umkringda af herflokkum þá skulu þér vita að nálgast tekur hennar aleyðing. So að hverjir þá eru í Judealandi flýi þeir til fjalla og þeir þar eru þá mitt inni fari hann út þaðan og hverjir á landsbyggðum eru þeir komi eigi þar inn. [ Því að það eru hefndardagar svo að uppfyllt verði hvað skrifað er. En ve óléttum og brjóstmylkingum á þeim dögum því að mikil harmkvæli munu verða á jörðu og reiði yfir þetta fólk og fyrir sverðseggjum munu þeir falla og herleiddir verða bland allar þjóðir og Jerúsalem mun undirtroðast af heiðingjum þar til að uppfyllast tímar heiðinna þjóða.

Og þar munu ske teikn á sólu og tungli og stjörnum og á jörðu kvalning þjóða og örvilnan, sjár og bylgjur munu hljóða og menn munu fyrir hræðslu uppþorna og af eftirbíðingu þeirra hluta hverjir eð koma skulu yfir allan heiminn. [ Því að kraftar himins munu hræarast og þá munu þeir sjá Mannsins son komanda í skýinu meður tign og miklu veldi. En nær þetta tekur að ske þá lítið upp og upphefið yðar höfuð af því að yðar endurlausn tekur að nálgast.“

Og hann sagði þeim þessa eftirlíking: [ „Skoðið fíkjutréð og öll önnur tré. Nær þeirra aldin tekur út að springa þá merki þér á þeim það sumarið er í nánd. So og líka nær þér sjáið þetta ske þá vitið það að Guðs ríki er nálægt. Sannlega segi eg yður það þessi kynslóð mun eigi fyrirfarast þar til allt þetta sker. Himinn og jörð forganga en mín orð forganga eigi. En varið yður að yðar hjörtu þyngist eigi af ofáti og ofdrykkju og með sorgum þessarar næringar að eigi komi þessi dagur hastarlega yfir yður. Því að líka sem tálsnara mun hann koma yfir alla þá sem á jörðu byggja. Kostið því vakandi að vera alla tíma og biðjið so að þér mættuð verðugir vera að umflýja allt þetta hvað eftirkomandi er og að standa svo frammi fyrir Mannsins syni.“

Og um daga kenndi hann í musterinu en um nætur gekk hann út og davldist í fjallinu Oliveti. Og allt fólk tók sig snemma upp til hans í musterinu honum að heyra.