XXIX.

Og Philistei samansöfnuðu öllum sínum her í Afek og Israelislýður setti herbúðir sínar í Aím í Jesreel. Og höfðingjar Philistinorum gengu fram hundruðum saman og þúsundum saman. En Davíð og hans meðfylgjarar voru í seinustu fylking með Akís.

Þá sögðu höfðingjar Philistinorum: „Hvað skulu þessir Hebrei?“ Akís svaraði: „Er það ekki Davíð, þénari Saul Ísraelskóngs, hver að nú hefur verið hjá mér ár og dag, með hverjum eg hefi ekki fundið neitt illt frá því að hann flýði til mín allt til þessa dags?“ [ En Philisteis höfðingjar urðu honum reiðir og sögðu til hans: „Lát þú þann mann snúa aftur og sé hann kyrr í þeim stað sem þú skipaðir honum og lát hann ekki fara með oss til bardaga að ei snúist hann þá í móti oss þegar orrostan hefst. [ Því hvar með kann hann betur að kaupa sig í frið við sinn herra en með höfðum þessara manna? Er hann ekki sá Davíð um hvern að kveðið var í dansinum: Saul vann sigur á þúsund en Davíð á tíu þúsundum?“

Þá kallaði Akís Davíð fyrir sig og sagði til hans: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir, eg held þig einn heiðarlegan mann og þinn inngangur og útgangur í þessari herför líkar mér og öngva hrekkvísi hefi eg fundið með þér frá því fyrst þú komst til mín og allt til þessa dags. En ei þóknast þú höfðingjunum. Þar fyrir snú þú aftur og far í friði so að þú ei styggir augu höfðingja Philistinorum.“ Þá sagði Davíð til Akís: „Hvað hefi eg aðhafst eða hvað hefur þú fundið hjá þínum þénara frá þeim tíma eg kom til þín og inn til þessa að eg skyldi ekki mega fara í orrostu og berjast í móti míns herra kóngsins óvinum?“

Akís svaraði og sagði til Davíðs: „Eg veit það vel því að vel þóknast þú fyrir mínu augliti svo sem Guðs engill. En þeir höfðingjar Philisteis sögðu: Lát hann eigi fara með oss í þennan bardaga. Svo tak þig upp á morgun árla og þénarar þíns herra sem komu með þér og sem þér eruð búnir á morgun þá að lýsir þá farið af stað.“ So stóð Davíð og hans menn árla upp um morguninn og ferðuðust og komu aftur í land Philistinorum. En Philistei fluttu sinn her upp til Jesreel.