Fagurt dæmi Rekabitanna sett til fyrirmyndar.

1(Þetta er) það orð sem kom til Jeremía frá Drottni á tíma Jójakims, Jósíasonar, Júdakóngs, þá er hann sagði:2Gakk til Rekabita ættarinnar og tala við þá og leið þá í Drottins hús, í eina stúkuna, og gef þeim vín að drekka.3Og eg tók Jasenía, son Jeremía, sonar Habasinía, og hans bræður, og alla hans syni, og alla ætt Rekabítanna,4og fór með þá í hús Drottins, í stúku sona Hanans, sonar Jedalía, guðsmannsins, sem er hjá stúku höfðingjanna, fyrir ofan stúku Maseia, sonar Sallums, dyravörðsins.5Og eg setti fyrir syni Rekabita ættarinnar skálar, fullar af víni og staup, og sagði við þá: drekkið vín!6og þeir svöruðu: vér drekkum ekkert vín; því Jónadab, sonur Rekabs, vor ættfaðir, hefir boðið oss og sagt: þér skuluð ekkert vín drekka, hvörki þér né yðar synir að eilífu,7og ekkert hús skuluð þér byggja, og engu kornsæði sá, engan víngarð planta og eiga; heldur skuluð þér búa í tjöldum alla yðar ævi, svo þér lifið lengi í landinu hvar þér búið.8Og vér hlýðum raust Jónadabs, sonar Rekabs, vors ættföðurs í öllu, sem hann bauð oss, svo vér drekkum ekkert vín, alla vora ævi, hvörki vér, né vorar konur, né vorir synir, né vorar dætur,9svo að vér ekkert hús byggjum oss til íbúðar, og höfum hvörki víngarða né akurlönd, né sáð.10Og vér búum í tjöldum, og hlýðum, og gjörum allt, sem Jónadab, vor ættfaðir, bauð.11Og það skeði, þá Nebúkadnesar kóngur af Babel, kom inn í landið, svo sögðum vér: komum, látum oss flýja undan her Kaldeumanna og undan her sýrlenskra; og svo búum vér í Jerúsalem.
12Þá kom orð Drottins til Jeremía og sagði:13svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: far og seg til Júdamanna og til Jerúsalems innbúa: viljið þér ekki bendingu taka (hér af) að hlýða mínum orðum? segir Drottinn.14Orð Jónadabs, sonar Rekabs, eru haldin, þau sem hann bauð sínum sonum, ekkert vín að drekka, og þeir drekka ekkert vín, allt til þessa dags, því þeir hlýða boðum síns ættföðurs. Og eg hefi til yðar talað frá því snemma morguns og þér hafið ekki hlýtt mér.15Og eg sendi til yðar alla mína þjóna, spámennina, frá því snemma morguns, og sagði: snúið þó hvör einn frá sínum vonda vegi, og bætið yðar verk og gangið ei eftir öðrum guðum, til að þjóna þeim, svo skuluð þér vera í landinu, sem eg hefi gefið yður og yðar feðrum; en þér lögðuð ekki við eyrun og heyrðuð mig ekki.16Já, synir Jónadabs, sonar Rekabs, halda það boðorð síns ættföðurs, sem hann gaf þeim, en þetta fólk hlýðir mér ekki.17Þar fyrir segir Drottinn svo, Guð herskaranna, Ísraels Guð: sjá! eg leiði yfir Júda og yfir Jerúsalems innbúa alla þá ógæfu sem eg hefi talað þeim til handa, af því eg hefi talað til þeirra, og þeir hafa ekki gegnt, og kallað til þeirra og þeir hafa ekki ansað.
18Og við Rekabita ættina sagði Jeremías: svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: fyrir það að þér hlýdduð boði Jónadabs yðar ættföðurs, og hélduð öll hans boðorð, og gjörðuð eftir öllu sem hann yður bauð:19sakir þess, segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: Jónadab Rekabsson, skal aldrei vanta mann, sem fyrir mér standi, alla tíma.