Kvinnan og drekinn.

1Þá birtist mikið teikn á himni; það var kona, sem hafði um sig sólarbaug, tungl var undir fótum hennar, en á höfði hennar kóróna með tólf stjörnum í.2Hún var þunguð, og þjáðist af mikilli jóðsótt, og hljóðaði.3Þá sást annað teikn á himni, það var stór dreki eldrauður, hann hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum sjö kransa.4Hann dró með sporðinum þriðjung himinsstjarna og kastaði þeim á jörðina; drekinn staðnæmdist hjá konunni, sem að því var komin að fæða, og ætlaði að gleypa barnið, þá hún hefði fætt.5Hún fæddi sveinbarn, sem ríkja skyldi yfir öllum þjóðum með járnsprota; barnið var skyndilega flutt burt fram fyrir Guð og hans hásæti;6en konan flúði á eyðimörk, hvar Guð hafði tilbúið henni samastað, og þar skyldi hún haldast við í tólf hundruð og sextygi daga.7Eftir það hófst stríð á himni: Míkael og hans englar stríddu á drekann, en drekinn og hans englar stríddu á móti;8hann hafði miður og hélt ekki framar við á himni;9og var þeim o) mikla dreka, þeim p) gamla höggormi, sem kallast djöfull og Satan, honum, sem afvegaleiðir alla menn, kastað ofan á jörðina og hans englum með honum.10Þá heyrði eg mikla rödd af himni, svo segjandi: nú q) tilheyrir sigurinn, krafturinn og r) ríkið vorum Guði, og veldið hans smurða, því áklagari vorra bræðra, sem s) áklagar þá fyrir Guði vorum nótt og dag, er niðurkastaður.11Þeir hafa sigrað hann fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns; þeir hafa hætt lífi sínu fram í dauðann.12Verið þess vegna glaðir, þér himnar, og þér, sem á himnum búið. Vei sé jörðunni og sjónum, því að djöfullinn er ofan til yðar farinn í miklum móð, því hann veit, að hann hefir nauman tíma.13En sem drekinn sá, að búið var að varpa honum ofan á jörðina, ofsótti hann konuna, sem fætt hafði sveinbarnið.14Þá vóru konunni gefnir tveir stórir arnarvængir, til að fljúga á þann stað í eyðimörkinni sem henni a) var ætlaður, hvar hún átti að vera í fjærlægð við höggorminn b) um eina tíð, (tvær) tíðir og hálfa tíð.15Höggormurinn spjó vatni út úr sér á eftir konunni eins og vatnsflóði, svo að hún hrifist burt af straumnum;16en jörðin kom konunni til hjálpar, og opnaði sinn munn og svalg vatnsflóðið, sem drekinn hafði útspúið.17Þá reiddist drekinn við konuna, og fór burt til að herja á hina af afkomendum hennar, sem c) varðveittu Guðs boðorð og höfðu Jesú d) vitnisburð.18Síðan staðnæmdist eg við sjávarströndina.

V. 6. Kap. 11,3. V. 7. Dan. 10,13.20. 12,1. Júd. v. 9. V. 9. o. Lúk. 10,18. Opinb. b. 20,2. p. 1 Mós. b. 3,1. fl. Jóh. 12,31. 2 Kor. 11,3. V. 10. q. Kap. 11,15. r. Efes. 5,5. s. Job. 1,9. 2,5. V. 14. a. Esa. 30,20. b. Dan. 7,25. 12,7. V. 17. c. Kap. 14,12. d. 1 Jóh. 5,10.