Þau tvö dýr.

1Eg sá dýr stíga upp af hafinu, það hafði tíu horn og sjö höfuð; á hornunum voru tíu kórónur og á höfðunum voru guðlöstunarorð.2Þetta dýr, sem eg sá, var líkt pardusdýri, fæturnir voru eins og bjarnarfætur, munnurinn eins og á ljóni; e) drekinn gaf því sitt vald, sitt f) hásæti og mikil yfirráð.3Eitt af höfðum þess var sært eins og með dauðlegu sári, en þetta banasár varð heilt, og allir menn fylgdu dýrinu með undrun,4og tilbáðu drekann, fyrir það að hann hafði veitt dýrinu yfirráðin, líka tilbáðu þeir dýrið, segjandi: hvör kann að jafnast við dýrið? og hvör getur strítt við það?5Því g) var veittur munnur til að tala stóryrði og guðlastanir, og lofað að fara því fram h) í fjörutíu og tvo mánuði.6Það upplauk þá sínum munni til að tala löstunaryrði gegn Guði, lastaði hans nafn og hans tjaldbúð, og þá, sem á himni búa.7Því var lofað að herja á heilaga og sigra þá; því var gefið vald yfir alls kyns kynkvísl, fólki, tungumáli og þjóð.8i) Allir innbúar jarðarinnar munu tilbiðja hann, hvörra k) nöfn ekki eru skrifuð í lífsbók lambsins, þess slátraða allt í frá sköpun heimsins.9Hvör, sem eyru hefir hann heyri:10Hvör, sem l) herleiðir, hann skal herleiddur verða; hvör, sem m) með sverði drepur, skal með sverði drepinn verða. n) Hér reynir á þolgæði og trú heilagra.
11Eg sá o) annað dýr stíga upp af jörðunni, það hafði tvö horn, p) lík lambshornum, mál þess var eins og drekamál.12Það fer öllu því sama fram, sem hið fyrra dýrið, í augsýn þess, og lætur jörðina og alla, sem á henni búa, tilbiðja fyrra dýrið, hvörs banvæna sár hafði verið læknað.13Það gjörir stór tákn og lætur eld falla til jarðar af himni í augsýn manna.14Það afvegaleiðir þá, sem á jörðunni búa, með þeim táknum, sem því er lofað að gjöra í augsýn dýrsins, og býður innbúum jarðarinnar að gjöra líkneski eftir því dýrinu, sem fengið hafði sár af sverðinu, en lifði þó.15Því var lofað að gefa líf líkneskju dýrsins, svo líkneskjan talaði og lét drepa alla þá, sem ekki vildu tilbiðja líkneski dýrsins.16Það lætur alla, stóra og smáa, ríka og fátæka, frjálsa og ófrjálsa setja einkenni á sína hægri hönd eða á enni sín,17svo enginn geti keypt eða selt nokkuð, nema sá, sem hefir þetta merki, nafn dýrsins eða tölustafi nafns þess.18Hér ríður á speki; sá, sem skilning hefir, útreikni tölustafi dýrsins; því talan er mannsnafn, og talan er sexhundruð sextíu og sex.

V. 1. Dan. 7,7. Opinb. b. 17,3.9.12. V. 2. e. Kap. 12,9. f. Kap. 2,13. V. 4. Kap. 18,18. V. 5. g. Dan. 7,8.11.25. 11,36. h. Kap. 12,6. V. 6. Kap. 16,9.11. V. 7. Kap. 14,12. V. 8. i. Kap. 8,13. 12,12. k. Kap. 3,5. 17,8. 20,12. V. 10. l. Kap. 11,18. m. Matt. 26,52. Opinb. b. 18,6. n. Kap. 14,12. V. 11. o. Kap. 11,7. p. Matt. 7,15. 24,11.24. V. 13. Matt. 24,24. 2 Tess. 2,9. Opinb. b. 16,14. V. 14. Kap. 16,14. 19,20. V. 15. Kap. 14,11. 19,20. V. 17. Kap. 14,9.11. V. 18. Kap. 15,2.