Spádómur gegn Móabslandi.

1Spádómur um Móabsland. Á náttarþeli verður herjað á Arborg í Móabslandi, og hún lögð í eyði; á náttarþeli verður herjað á Kírborg í Móabslandi, og hún lögð í eyði.2Baitsborg og Díbonsborg stíga upp á hæðirnar til að gráta. Móabsland kveinar sáran yfir Nebóborg og Medbaborg; hvört höfuð í landinu, er hárlaust, og allt skegg afrakað.3Á borgarstrætunum ganga menn í sorgarbúningi; uppi á þökum og á torgum borgarinnar kveinar allur borgarlýðurinn, fljótandi í tárum.4Hesbonsborg og Elaleborg hljóða, og óp þeirra heyrist til Jahasborgar; þess vegna bera hermennirnir í Móabslandi sig aumkvunarlega, þeim er horfinn hugur.5Mér ganga til hjarta raunir Móabsmanna: flóttamenn þeirra flýja til Sóarsborgar, til Eglat-Selísaborgar, þeir fara upp til Lúkitsborgar grátandi, og á veginum ofan til Hórónaímsborgar æpa þeir af angist;6því Nimrimsvötn eru orðin að öræfum, grasið visnað, ungjurtirnar eyddar, allt grængresi horfið.7Þess vegna flytja þeir burt það, sem eftir hefir orðið, og fjármuni sína til Arabadals;8því neyðarkveinið gengur yfir gjörvallt Móabsland, ópið heyrist allt til Eglaims, hljóðið berst allt til Ber-Elims.9Vötn Dímonsborgar eru full af blóði, og enn vil eg leggja Dímonsborg meira til í viðbót, (og senda) ljón yfir þá, sem undan komast af Móabsmönnum, og yfir þá, sem eftir verða í landinu.

V. 1. Arborg, sama sem Rabba, höfuðborg í Móabslandi.