Hóseas segir fyrir, að Ísraelsmenn muni verða herleiddir.

1Ekki þarftu að gleðjast, Ísraelslýður, svo að þú leikir þér af kæti, sem aðrar þjóðir; því með þínum saurlifnaði fjarlægir þú þig Guði þínum. Þú hlakkar til kaupgjaldsins á öllum kornláfum.2En hvörki skulu láfar né vínpressur fæða þá (Ísraelsmenn), og vínberjalögurinn skal bregðast í landinu.3Þeir skulu ekki búa í landi Drottins; Efraimsætt skal aftur hverfa til Egyptalands, og í Assýríalandi skulu þeir eta óhreina fæðu.4Þeir skulu ekki geta fórnað Drottni vínfórn, og slátursfórnir þeirra skulu eigi verða honum þóknanlegar, þær skulu verða þeim eins og sorgarfæða, sú er allir verða óhreinir er af neyta; því matur þeirra skal vera handa sjálfum þeim, en ekki koma í Drottins hús.5Hvað viljið þér gjöra á löghelgum og á hátíðisdögum Drottins?6Því, sjá þú, þeir skulu skilja við niðurbrotna bústaði: Egyptaland skal safna þeim, og Móf skal jarða þá. Hvað silfurgersemum þeirra viðvíkur, þá skulu þistlarnir eignast þær, og þyrnar uppvaxa í bústöðum þeirra.7Hegningartíminn kemur, endurgjaldstíminn er í nánd! Þá skulu Ísraelsmenn viðurkenna, að spámaðurinn var fífl og vísindamaðurinn brjálaður, þar sem misgjörðir þínar (Ísraelsþjóð!) voru svo stórar, og spillingin mikil.8Efraimsætt leitar vefrétta, þó hún eigi kost á að aðspyrja minn Guð; en hvört sem hún fer, verður spámaðurinn eins og fuglasnara og fótakefli í húsi hennar Guðs.9Þeir eru gjörspilltir orðnir, eins og á Gíbea tíð (Dóm. 19); þess vegna vill Guð minnast misgjörða þeirra, og hegna þeirra synda.
10Eg fann Ísraelsmenn (forðum) eins og vínber á eyðimörku; eg sá yðar feður, eins og snemmavaxna fíkju, frumgróða fíkjutrésins; en þeir gengu til Baalpeors (4 Mós. 25), helguðu sig þessu andstyggilega goði, og felldu hug sinn til ýmissra svívirðinga.11Ágæti Efraimsættar skal burtfljúga, sem fugl, svo að þar skulu konur ekki fæða, ekki þungaðar verða, og ekki börn geta;12og þó þeir ali upp börn sín, þar til þau verða fulltíða, þá skal eg þó gjöra þau barnlaus, svo engi maður skal af þeim æxlast: því vei þeim einnig, þegar eg vík frá þeim.13Efraimsætt er, eins og eg sé að Týrusborg er, gróðursett í fagri landsálfu, en—til þess að selja börn sín vegandanum í hendur.14Gef þeim, Drottinn!—hvað skaltu gefa þeim? Gef þeim ófrjósöm móðurlíf og mjólkurlaus brjóst!15Öll þeirra vonska framfer í Gilgal (4,15); þar hata eg þá. Sökum þeirra vonda athæfis vil eg hrinda þeim út af mínu húsi, eg get ekki elskað þá framar; allir þeirra höfðingjar eru þvermóðskufullir.16Efraimsætt er lostin: rót þeirra er skrælnuð, þeir bera engan ávöxt; og þó þeir eigi börn, þá vil eg af lífi taka þeirra eftiræsktu lífsafkvæmi.17Minn Guð mun útskúfa þeim, því þeir hlýða honum ekki, og fyrir því skulu þeir fara landflótta meðal heiðingjanna.

Kap. 9. V. 1. Kaupgjald, þ. e. gnótt ávaxta og matvæla, sem hinir blótfíknu Gyðingar þökkuðu hjáguðum sínum, 2, 14. V. 1. 2. Kornláfi, láfi, þreskiflötur, hvar korn er þreskt (barið úr axinu); annað er kornhlaða, hvar það þreskta korn er geymt. V. 6. Safna þeim, þ. e. þeir skulu allir deyja í Egyptalandi; Móf, Memfis, eða Nóf. Sbr. Esaj. 19, 13. Jer. 2, 16. V. 7. Spámaður, lygispámenn, er leiddu fólkið afvega.