Esekíel fyrirmyndar Jerúsalems eyðilegging með dæmisögu um soðningarpott, 1–14; og með háttalagi sínu eftir lát konu sinnar, 15–27.

1Á níunda árinu, þann tíunda dag hins tíunda mánaðar, talaði Drottinn til mín svolátandi orðum:2þú Mannsins son, skrifa þú upp hjá þér þenna dag, einmitt þenna dag; því einmitt á þessum degi kemur Babelskonungur til Jerúsalemsborgar.3Ber þú upp eftirlíkingu fyrir þessa þverúðarfullu kynslóð og seg til þeirra: Svo segir Drottinn alvaldur: lát þú upp pottinn, lát þú hann upp, og hell vatni í hann;4lát í hann svo mörg stykki, sem hæfilegt þykir, bestu stykkin, lærin og bógana, svo hann verði fullur af mergjuðum beinum;5hér til skaltu velja það besta af hjörðinni; hlað síðan beinabuðlung undir pottinn, og lát svo vella, svo að og svo þau bein soðni, sem í pottinum eru.6Því svo segir Drottinn alvaldur: vei þeirri blóðseku borg, potti þeim, sem er með ryðblettum, og hvörs ryðflekkir ekki vilja af ganga. Fær síðan upp hvört stykki eftir annað, án þess að hlutast um, hvört stykkið fyrst skal upp;7því borgin hefir látið það blóð, sem í henni er úthellt, renna á bera kletta, sem sólin skín á: hún hefir ekki úthellt því á jörðina, svo það gæti sigið niður í moldina;8til þess að láta heiftina og hefndina fram koma, hefi eg látið það blóð, sem í henni er úthellt, liggja á berum klettum, sem sólin skín á, svo það skuli ekki leyna sér.9Þar fyrir segir Drottinn alvaldur: vei þeirri blóðseku borg! Eg vil einnig hlaða stóran buðlung,10draga saman mikinn við, kveikja upp svo heitan eld, að kjötið meyrni, seyðið kryddist og beinin brenni;11setja síðan tóman pottinn, á glæðurnar, svo hann verði glóandi og eirið í honum brenni, til þess þau óklárindi, sem á honum eru, renni af, og ryð hans eyðist.12En, hvað mikið sem fyrir honum er haft, lætur hann ekki undan að heldur, og hans mikla ryð vill ei af honum ganga; þó hann sé eldborinn, situr þó ryðið kyrrt.13Óhreinleiki þinn kemur af þrái, vondslegri fyrirtekt, þar sem þú ekki verður hreinn, þó eg vilji gjöra þig hreinan; þú verður ekki fyrr hreinn, en eg læt mína heift hvíla yfir þér.14Eg Drottinn hefi talað það: það skal verða: eg skal framkvæma það; eg skal ekki undan láta og ekki vægja og öngva meðaumkvun hafa; þeir b) skulu dæma þig, eins og þitt athæfi og þín verk hafa til unnið, segir Drottinn alvaldur.
15Ennfremur talaði Drottinn þannig til mín:16þú mannsins son, eg vil taka frá þér lysting augna þinna c) í einni plágu; en þá skaltú ekki kveina eða gráta, og ekkert tár skal þér á augu koma;17andvarpa þú í hljóði, en öngva líksorg skaltu við hafa: falda þér með motri þínum, lát skó þína á fætur þér, þú skalt ei byrgja skegg þitt og engrar sorgarfæðu neyta.18Eg talaði til fólksins um morguninn, en um kvöldið dó kona mín; næsta morgun gjörði eg eins og mér var boðið.19Þá sagði fólkið til mín; viltu ekki segja oss, hvað það hefir að þýða, sem þú gjörir?20Eg svaraði þeim: Drottinn talaði til mín, og sagði:21Seg Ísraelsmönnum: svo segir Drottinn alvaldur: sjá! eg vil vanhelga minn helgidóm a), sem er yðvart hrós og styrkur, lysting yðar augna og yðar hjartans eftirlangan; og yðar synir og dætur, sem þér skiljið þar eftir, skulu fyrir sverði falla.22Þá munuð þér gjöra það, sem eg gjöri nú: þér munuð ekki hylja skegg yðar, engrar sorgarfæðu neyta,23hafa motrana á höfðum yðar, og skó á fótum, ekki kveina, ekki gráta, heldur munuð þér vanmegnast yfir yðar syndum, og andvarpa hvör með öðrum.24Þá skal Esekíel vera yðar fyrirmynd: allt það sem hann gjörir nú, það munuð þér gjöra, þegar þetta fram kemur, og þá skuluð þér viðurkenna, að eg em Drottinn alvaldur.25En þú, mannsins son! þann dag, er eg hefi tekið frá þeim þeirra styrk, þeirra ununarprýði, lysting augna þeirra, þeirra hjartans eftirlöngun, syni þeirra og dætur:26þann sama dag skal flóttamaður nokkur koma til þín, til að gjöra þetta heyrum kunnugt:27og á þessum sama degi skal munnur þinn upplúkast við komu flóttamannsins; þá skalt þú tala, og ekki lengur vera orðlaus, því þú skalt vera þeim fyrirmyndarteikn, og þeir skulu viðkannast, að eg em Drottinn.

V. 14. b. Kaldear. V. 16. c. Þ. e. þína ástkæra konu. V. 21. a. Þ. e. eg læt mitt musteri verða heiðingjum að herfangi.