Um samfélag við Guð. Það öðlast með því, að láta sig upplýsa af Krists lærdómi, og meðkenna að menn séu brotlegir.

1Það, sem var frá upphafi; það, sem vér höfum heyrt; það, sem vér með vorum augum höfum séð; það, sem vér höfum skoðað og vorar hendur hafa þreifað á áhrærandi það lífsins orð,2(því lífið er opinberað og vér höfum séð og vottum og boðum yður lífið það eilífa, hvört eð var hjá Föðurnum, en birtist oss) hvað vér höfum séð og heyrt,3það boðum vér yður, til þess að þér líka gætuð haft samfélag við oss, en vort samfélag er við Föðurinn og við hans Son Jesúm Krist.4Og þetta skrifum vér yður, svo að yðar fögnuður geti orðið fullkominn.
5En þessi er boðskapurinn, hvörn vér höfum heyrt af honum og boðum yður: að Guð er ljós og ekkert myrkur er í honum.6Ef vér segjum, að vér höfum samfélag við hann og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum vér og fylgjum ekki sannleikanum.7En ef vér framgöngum í ljósinu a), eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag innbyrðis b) og blóðið Jesú Krists, hans Sonar, hreinsar oss af allri synd.
8Ef vér segjum: vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss.9En ef vér viðurkennum vorar syndir, þá er hann trúfastur og réttvís, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss frá öllu ranglæti.10Ef vér segjum, að vér ekki höfum syndgað, gjörum vér hann að lygara og hans orð er ekki í oss.

V. 1. Jóh. 1,1–3.14. 2 Pét. 1,16. sbr. Lúk. 24,39. Jóh. 20,27. nl. sem veitir líf, sérdeilis hér meint: andlegt líf og farsæld. V. 2. Jóh. 1,4. Róm. 16,26. Kól. 1,26. 2 Tím. 1,10. V. 3. Jóh. 17,3.21. V. 4. Jóh. 15,11. 16,24. 2 Jóh. v. 12. V. 5. Sálm. 104,2. Jóh. 1,9. 3,12. V. 6. sbr. Kap. 2,4. V. 7. a. þ. e. samkvæmt réttri þekkingu. b. nl. vér við Guð og Guð við oss. Post. gb. 20,28. 1 Pét. 1,19. Hebr. 9,14. V. 8. 1 Kóng. b. 8,46. Orðskv. b. 20,9. V. 9. Sálm. 32,5. sbr. Ef. 1,16–18. V. 10. Sálm. 14,3. Esaj. 59,2–15. Kap. 2,4.