Heilagur Andi útbýtir sínum gjöfum, hvörjum eftir sinni vild. En sérhvör brúki þær til sameiginlegs gagns.

1Eg vil ekki láta yður, bræður mínir! vera ókunnugt um það hvörjir andans gjafir hafi.2Þér vitið, að þá þér voruð heiðingjar, genguð þér til mállausra skurðgoða eftir því, sem þér leiddir voruð.3Þar fyrir skuluð þér það vita, að engi sá, sem talar af Guðs anda, formælir Jesú, og að engi getur Jesúm kallað Drottin, nema heilagur Andi sé með honum.4Mismunur er á náðargáfum, en sami er andinn;5mismunur er á embættum, en sami er Drottinn;6mismunur er á framkvæmdum, en Guð er þó hinn sami, er verkar allt í öllum.7En sérhvörjum er gefið að sýna andans gjöf öðrum til gagns;8því að þessum er af andanum gefið að mæla af vísdómi; en öðrum djúpfær þekking af þeim sama anda;9en öðrum trú af sama anda; öðrum læknisgáfa af þeim sama anda;10öðrum framkvæmdir kraftaverka; öðrum spádómsgáfa; öðrum greind á að dæma um andans gáfur; öðrum margháttaðar tungur;11öðrum útlegging tungnanna. En allt þetta verkar einn og hinn sami andi, sem gefur hvörjum einum eftir sinni vild;12því eins og líkaminn er ekki nema einn, þó hann hafi marga limu, en allir limir þess eina líkama, sem eru margir, eru einn líkami;13eins er Kristur, því að vér erum allir með einum anda skírðir til að vera einn líkami, hvört, sem vér erum Gyðingar, eður Grikkir, þrælar eður frjálsir menn og allir erum vér drykkjaðir svo vér séum einn andi,14því að líkaminn er ekki einn limur, heldur margir.15Þó fóturinn segði: fyrst eg er ekki hönd, er eg ekki partur líkamans; mundi hann ekki vera það eins fyrir það?16og þó eyrað segði: fyrst eg er ekki auga, er eg ekki partur líkamans; mundi það ekki þar fyrir vera líkamans limur?17Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann allur væri eyra, hvar væri þá ilmanin?18En nú hefir Guð sett limina á líkamann hvörn einn þar, sem honum leist.19Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn?20En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn.21Augað má því ekki segja til handarinnar: eg þarf þín ekki við; eður höfuðið við fæturnar: eg þarf ykkar ekki við;22heldur eru miklu fremur þeir limir nauðsynlegastir sem auðvirðilegastir sýnast;23og þeim limum líkamans sýnum vér mestann sóma, sem vér höldum óálitlegasta og þeir sem ljótastir eru, prýðast mest,24en þeir, sem fallegastir eru, hafa þess ekki þörf; heldur hefir Guð þannig hagað líkamans samtengingu, að sá, sem miður er, sé mest verður,25svo ekki yrði ágreiningur milli líkamans lima, heldur að hvör limurinn beri umhyggju fyrir öðrum.26Þar af er það, að hvört sem einn limurinn líður, líða allir limirnir með honum, eður einum vel vegnar, þá samgleðjast allir hinir limirnir.27En þér eruð Krists líkami og limir hvör fyrir sig.28Og suma setti Guð í söfnuðinn fyrst postula, þarnæst spámenn, svo kennara, þarnæst þá, sem kraftaverk gjöra, svo þá, sem hafa gáfu til að lækna, aðstoða, stjórna og að tala margháttuðum tungum.29Eru allir postular? allir spámenn? allir lærifeður? Er öllum gefið að gjöra kraftaverk? Hafa allir læknisgáfu?30Tala allir tungum, eður geta allir útlagt þær?31Sækist eftir þeim bestu gáfum og ennfremur vil eg vísa yður þann besta veg.

V. 1. Sbr. 1 Jóh. 4,1. V. 3. 2 Kor. 3,5. V. 4. Róm. 12,6. 1 Pét. 4,10. 1 Kor. 7,7. V. 5. Efes. 4,11. V. 6. Þ. e. Guði eru allar þessar ýmislegu gáfur að þakka, sbr. v. 4. V. 7. v. 12.13. V. 9. Matt. 17,20. 21,21. V. 10. Post. gb. 2,4. V. 11. Róm. 12,6. 1 Kor. 3,5. 7,7. V. 12. Róm. 12,4.5. V. 13. þ. e. uppfræddir í Krists sáluhjálplega lærdómi, sem innrætir andlegt og elskufullt hugarfar. V. 20. v. 14. V. 27. Róm. 12,5. V. 28. Spámenn kölluðust þeir sem hrifnir af heilagri andagift, líkt og spámenn G. t., kenndu Krists lærdóm og stundum fyrirsögðu óorðna hluti, (Post. gb. 11,27.28. 21,10.11). Kennarar þarámóti þeir, er kenndu með meiri hægð. Ef. 4,11. Post. gb. 6,2.3. 1 Tím. 3,2–5. V. 30. Mark. 16,17.18. V. 31. sbr. Kap. 14,1.