Kananítar gjörsamlega yfirunnir.

1Þegar Jabín Hasórskóngur spurði þessi tíðindi, gjörði hann orð Jóbab Madonskóngi, kónginum í Simron, og kónginum í Aksaf,2og kóngunum, sem fyrir norðan bjuggu á fjallinu (Líbanon) og á sléttlendinu fyrir sunnan Genesaret, og á láglendinu og á Dórshæðum út við hafið,3Kananítum bæði fyrir austan og vestan, Amorítum, Hetítum, Feresítum, Jebúsítum á fjallinu, og Hevítum fyrir neðan Hermonsfjall í Mispalandi.4Þessir tóku sig upp með her sinn allan, var það manngrúi svo mikill, sem sandur á sjávarströnd; þeir höfðu fjölda hesta og vagna;5allir þessir kóngar komu saman og slógu herbúðum sameiginlega við Meromsvatn, til að halda orrustu við Ísrael.6Þá sagði Drottinn við Jósúa: ekki skaltu hræðast þá, því á morgun í þetta mund skal eg láta þá alla falla fyrir Ísrael.7Þú skalt skera sundur aflsinar á hestum þeirra og brenna vagnana! Jósúa yfirféll þá óvörum með her sínum við Meromsvatn;8og Drottinn gaf þá í hendur Ísraels, svo þeir slógu þá og eltu, allt til Sídónar hinnar miklu og til hveranna austur í Mispudali, og felldu þá þar svo að enginn komst undan.9Jósúa fór með þá, eins og Drottinn hafði sagt: hann skar sundur aflsinar á hestum þeirra og brenndi vagna þeirra.
10Á þeim tíma sneri Jósúa til baka, vann Hasorsborg, og tók konung hennar af lífi, (því Hasorsborg hafði verið höfuðstaður allra þessara kóngsríkja),11og þeir drápu hvört mannsbarn í henni, þá þeir bannfærðu hana, og létu ekkert kvikt lífi halda, og brenndu Hasor upp að björtu báli;12eftir það tók Jósúa borgir allra þessara kónga, og kóngana sjálfa og sló þá með sverðseggjum, og bannfærði þá, eins og Móses þjón Drottins hafði boðið.13En öngva af þeim borgum, sem enn standa á sínum hæðum, brenndu Ísraelsbörn, nema Hasorsborg eina, sem Jósúa brenndi.14Síðan skiptu Ísraelsbörn öllu herfangi og fé þessara staða með sér, en allt fólk slógu þeir með sverðseggjum, þar til þeir höfðu gjöreytt þeim, og létu engan lífi halda.15Eins og Drottinn hafði boðið þjóni sínum Móses, og Móses hafði boðið Jósúa, eins gjörði Jósúa, hann undanseldi ekkert af því, sem Drottinn hafði boðið Móse.16Þannig tók Jósúa allt landið, fjallbyggðina, suðurlandið, allt Gósenland, láglendið, flatlendið, Ísraelsfjall, og þess undirlendi;17frá Skallabergi, sem liggur upp til Seirs, til Baalgað í Líbanonsdal undir Hermonsfelli, alla kónga þessara landa handtók hann og aflífaði,18en lengi átti hann í orrustum við kónga þessa.19Engin var sú borg, sem gjörði frið við Ísraelsbörn, nema Hevítar, sem bjuggu í Gíbeon, heldur unnu þeir þær allar með herskildi.20Var það Drottins verk að þeirra hjarta stæltist til að ganga móti Ísraelslýð í bardaga, til þess hann bannfærði þá vægðarlaust og eyðilegði þá, eins og Drottinn hafði boðið Móses.21Um þessar sömu mundir kom Jósúa og afmáði Enakana *) á fjallinu, í Hebron, Debir, Anab, á öllu Júdafjalli, og Ísraelsfjalli; Jósúa bannfærði þá og borgir þeirra;22og öngvir Enakar urðu eftir í landi Ísraelsmanna, nema í Gasa, Gat og Asdod urðu þeir eftir.23Þannig vann nú Jósúa landið allt í öllum greinum eins og Drottinn hafði sagt Móses; og Jósúa gaf það Ísraelsmönnum til eignar, hvörri ættkvísl sinn hluta. Fékk landið svo hvíld frá stríði.

*) Þ. e. risana.