Lofgjörð Drottins.

1Lofið Guð! Lofið Drottin, á himnum lofið hann í hæðinni,2lofið hann allir hans englar, lofið hann allar hans hersveitir,3lofið hann sól og tungl, lofið hann allar þér tindrandi stjörnur,4lofið hann himnanna himnar! og þér vötn sem eruð yfir himninum,5lofi þeir Drottins nafn, því þá hann bauð, voru þeir skapaðir,6og hann hefir fest þá æ og eilíflega, hann setti þeim lög, sem þeir ei munu yfirtroða,7lofið Drottin á jörðunni, þér ófreskjur og öll djúp,8eldur og hagl, snjór og þoka, og þér stormar sem framkvæmið hans skipanir,9þér fjöll og allar hæðir, þér ávaxtatré og öll sedrustré,10þér villudýr og allur fénaður, þér ormar og fleygir fuglar,11þér jarðarinnar kóngar, og allar þjóðir, þér furstar og allir dómarar á jörðu.12Sveinar og meyjar allar, gamlir með ungum.13Þeir skulu lofa Drottins nafn, því hans nafn alleina er hátt upphafið, hans hátign er yfir jörð og himni.14Hann hefir gefið sínu fólki veldi, lofstír öllum sínum heilögu, Ísraels börnum, því fólki sem honum er nálægt, lofið Drottin!