1.) Ísak fæðist. 2.) Ísmael er rekinn burt. 3.) Abraham gjörir sáttmála við Abimelek.

11.) Og Drottinn leit til Söru eins og hann hafði lofað, og gjörði við hana það, sem hann hafði sagt.2Og svo varð Sara ólétt og fæddi Abraham son í hans elli, í það mund sem Guð hafði sagt.3Og Abraham nefndi nafn þess sonar sem honum fæddist, sem Sara fæddi honum: Ísak.4Og Abraham umskar son sinn Ísak þá hann var 8ta daga gamall, eins og Guð hafði boðið honum.5En Abraham var 100 ára gamall þegar honum fæddist sonur hans Ísak.6Og Sara sagði: Guð hefur gjört mér hlátur; hver sem þetta heyrir mun upp á mig hlæja.7Hver mundi hafa þorað að segja Abraham: Sara leggur börn á brjóst? að eg skyldi ala son í hans elli!8Og barnið dafnaði og var vanið af brjósti, og Abraham gjörði mikla veislu þann dag, sem Ísak var tekinn af brjósti.
92.) Og Sara sá að sonur Hagar þeirrar egypsku, er hún hafði fætt Abraham, hló;10og hún sagði við Abraham: rek þú burt þessa ambátt, og hennar son, því ekki skal þessi ambáttarsonur taka arf með syni mínum, með Ísak!11En Abraham mislíkaði mjög þetta orð, vegna sonar síns (Ísmaels).12Þá sagði Guð við Abraham: tak þú ekki upp þykkjuna fyrir sveininn og þína ambátt! hlýð þú öllu því sem Sara hefir sagt þér; því þar sem Ísak er, þar skal þín ætt heita.13Eg mun líka gjöra ambáttarsoninn að þjóð, því hann er þitt afkvæmi.14Og Abraham stóð árla morguns upp, tók brauð og legil með vatn, og lagði Hagar á herðar, og barnið með og lét hana fara burt. Hún fór og villtist í eyðimörkunni (sem kennd er við) Berseba.15En sem vatnið var þrotið á leglinum, lagði hún barnið undir runna nokkurn.16Og gekk burt og settist gagnvart, svo sem í örskotsfjarlægð, því hún sagði: eg get ekki horft á að barnið deyi. Og hún sat gegnt og grét hástöfum.
17Þá heyrði Guð raust sveinsins, og engill Guðs kallaði til Hagar af himni, og mælti: hvað gengur að þér Hagar? vertu óhrædd! Guð hefur heyrt til sveinsins, þar sem hann liggur.18statt þú upp, reistu drenginn á fætur, og leiddu hann þér við hönd, því eg mun gjöra hann að mikilli þjóð.19Og Guð upplauk hennar augum svo hún sá vatnsbrunn; þangað gekk hún og fyllti sinn legil með vatn, og gaf sveininum að drekka.20Og Guð var með sveininum, og hann þroskaðist og bjó í eyðimörkunni, og þegar hann hafði þroska til, varð hann bogmaður.21Hann átti heima á eyðimörkunni Faran, og móðir hans tók honum konu á Egyptalandi.
223.) Og það skeði að Abimelek og hans hershöfðingi Pikol talaði um þetta leyti við Abraham: Guð er með þér í öllu sem þú gjörir.23Vinn þú mér nú hér eið við Guð, að þú skulir hverki vera mér ótrúr, né mínum börnum né barna börnum; eins og eg hefi auðsýnt þér góðsemi, svo skalt þú breyta við mig og það land sem þú hefir staðnæmst í.24Og Abraham mælti: eg skal sverja!25en Abraham átaldi Abimelek sakir vatnsbrunnsins, sem þrælar Abimeleks höfðu tekið með ofríki.26Þá sagði Abimelek: ekki vissi eg hver það gjörði, hverki hefir þú sagt mér það, og ekki heldur hefi eg heyrt það fyrri en í dag.27Þá tók Abraham sauði og naut og gaf Abimelek; og þeir gjörðu sáttmála sín í milli.28Og Abraham tók afsíðis sjö lömb.29Þá mælti Abimelek til Abrahams: hvað skulu þau sjö lömb, sem þú tókst afsíðis?30Og hann svaraði: við þessum sjö lömbum skaltu taka af minni hendi til vitnis um, að eg hefi grafið þennan brunn.31svo kallast sá sami staður Berseba (Sjöbrunnur) af því þeir fóru þar báðir.32Og svo gjörðu þeir sáttmála sín í milli í Berseba; síðan tók Abimelek sig upp og Pikol hans hershöfðingi og fóru til baka í Filistea land.33Og hann (Abraham) plantaði lund í Berseba, og ákallaði þar nafn Drottins þess eilífa Guðs.34Og Abraham staðnæmdist lengi í Filistealandi.