Fyrirheit um heimkomu aftur.

1Þetta orð kom frá Drottni til Jeremía, er hann sagði:2svo segir Drottinn Ísraels Guð: skrifa þú öll þau orð, sem eg hefi til þín talað í eina bók.3Því sjá, þeir dagar koma, að eg leiði til baka þá herteknu míns fólks, Ísrael og Júda, segir Drottinn, og flyt þá inn í það land, sem eg gaf þeirra feðrum, að þeir ættu það.
4Og þetta eru þau orð, sem Drottinn talaði um Ísrael, og um Júda.5Því svo segir Drottinn: raust óttans heyrum vér, hræðsla er á ferð, og enginn friður.6Spyrjið þó og sjáið hvört karlmaðurinn fæðir barn? Hvörs vegna sé eg þá hvörn mann leggja hönd að sínum lendum, eins og konur gjöra sem fæða? Og hvört andlit nábleikt?7Æ! mikill er þessi dagur, á ekki sinn líka; þetta er þrengingartíð fyrir Jakob; en hann skal samt úr þessu frelsast.8Og það mun ske, á sama degi, segir Drottinn herskaranna, að eg skal brjóta okið af þínum hálsi, og þín bönd slíta, og útlendir skulu ei framar undiroka þig;9heldur munu þeir þjóna Drottni sínum Guði, og Davíð sínum konungi sem eg set þeim.10Óttast nú ekki, minn þjón Jakob, segir Drottinn, og bið mig, Ísrael! því sjá! eg frelsa þig úr fjarlægð, og þína niðja úr landi þeirra fangelsis, og Jakob kemur aftur, og er rólegur og óhultur, og án hræðslu.11Því eg er með þér, segir Drottinn, til að hjálpa þér, því eg vil gjöra út af við allar þjóðir, meðal hvörra eg hefi þér tvístrað; þig einasta vil eg ekki afmá. Og eg aga þig með vægð, órefstan get eg ekki látið þig.
12Því svo segir Drottinn: banvænt er þitt sár, ólæknanleg þín lemstur.13Enginn rækir þitt málefni, að hann bindi um þau; læknismeðöl, umbúðir hefir þú ekki.14Allir þínir elskhugar hafa gleymt þér, þeir spyrja ekki að þér. Því með óvinarhöggi hefi eg þig slegið, með grimmilegri hirting, sakir fjölda þinna misgjörða, af því margar eru þínar syndir.15Hvað æpir þú af þínu sári? banvænleg er þín kvöl; sakir fjölda þinna misgjörða, af því margar eru þínar syndir, hefi eg gjört þér slíkt.16Þar fyrir skulu allir sem þig eta, etnir verða, og allir sem þér þröngva, fara í fangelsi; og þeir sem þig ræna, verða rændir, og þeir sem þig rupla, skulu ruplaðir verða.17Því eg skal binda um sár þín, og græða þín lemstur, segir Drottinn. Því þá burthröktu, kölluðu menn þig, Síon, sem enginn spurði að.18Svo segir Drottinn: sjá! eg flyt þau herteknu Jakobs tjöld til baka, og miskunna mig yfir hans bústað; og byggður verður staðurinn aftur á sinni hæð, og í höllinni skal verða búið sem áður.19Og þaðan hljóma þakkarljóð og raust söngvarans; og eg fjölga þeim, að þeir séu ekki fáir, og gjöri þá vegsamlega, að þeir séu ekki lítilmótlegir.20Og hans (Jakobs) synir skulu vera sem fyrri, og hans söfnuður skal standa frammi fyrir mér, og eg skal finna alla hans undirþrykkjara,21og hans vegsamlegi (fyrirliði) skal vera einn af þeim, og hans yfirmaður mitt úr hans (hóp) framganga; og eg læt hann ganga fram, að hann nálgist mig; því hvör a) ábyrgist sitt hjarta til þess að (geta) nálgast mig? segir Drottinn.22Og svo skuluð þér vera mitt fólk, og eg skal vera yðar Guð.
23Sjá! stormur Drottins, grimmd leggur af stað, rífandi stormur mun steypast yfir höfuð þess guðlausa.24Ekki mun reiði glóð Drottins fölskast, fyrr en hann hefur gjört og fullkomnað hugsanir síns hjarta. Seinna meir munuð þér þar um sannfærast.

V. 21. a. Eg verð að gefa hug til þess, að nokkur þori, að koma mér nærri.