Sama tala.

1Minn andardráttur er úr lagi, mínir dagar eru þrotnir, grafirnar eru framundan mér.2Enginn nema spottarar eru hjá mér, og mitt auga dvelur við þeirra móðganir.3Heyrðu! þó einhvör vildi mæta hjá þér fyrir mig, hvör er sem vill gefa mér hendina upp á það.4Því þessara hjörtum hefir þú læst fyrir vísdómi; þar fyrir viltu ekki upphefja þá.5Hvör sem svíkur sína vini í hendur óvinanna, augu hans barna skulu örmagnast.6Hann (Elífas) hefir gjört mig að orðskvið meðal fólksins, og mér er spýtt í andlit.7Því er mitt auga dapurt af gráti, og mínir limir eru allir orðnir sem skuggi.8Af þessu skelfast hinir ráðvöndu og sá saklausi egnist til á móti hræsnaranum.9Hinn réttláti skal þó halda sína leið, og sá sem hefir hreinar hendur skal verða enn fastari.10En þér allir megið fara og koma aftur, kæru! aldrei finn eg einn hygginn meðal yðar.11Mínir dagar eru liðnir, mínar hugsanir sundurtættar, sem höfðu vald yfir mínu hjarta.12Þeir gjöra nóttina að degi, og segja: ljósið er ekki langt frá myrkrinu.13En eg bíð grafarinnar, míns húss; í myrkrinu bý eg um mig.14Við rotnunina segi eg: þú ert minn faðir og minn bróðir.15Hvar er þá mín huggun?16Hvað mína von áhrærir, hvör sér hana? Í grafarinnar einveru mun hún niðurstíga, þegar vér allir hvílumst þar í duftinu.