Á laufskálahátíðinni fyrsta árið var altarið byggt og árið eftir grundvöllurinn til musterisins lagður.

1Sem nú sjöundi mánuðurinn d) nálgaðist og Ísraelsmenn voru hvör í sinni borg, þá samansafnaðist fólkið líka sem einn maður til Jerúsalem.2En Jesúa Jósadaksson og bræður hans prestarnir og Sóróbabel Sealtielsson og bræður hans byggðu Ísraels Guði altari, svo að honum þar á yrðu færðar brennifórnir eftir því sem fyrirskrifað var í lögmáli Mósis, þess guðsmanns,3og settu það þar sem það áður hafði staðið, (því þeir höfðu felmtur fyrir þjóðum (heiðnu) landanna), og menn frambáru þar Drottni brennifórnir, morgun- og kvöldfórnir.4Þeir héldu og laufskálahátíðina eftir því sem fyrirskrifað var og frambáru daglegar fórnir eftir réttri röð, á hvörjum degi hátíðarinnar eins og fyrirskrifað var,5síðan einnig þær daglegu brennifórnir og fórnir tunglkomuhátíðanna og allra þeirra hátíða sem Drottni voru helgaðar og af öllu því sem menn fríviljuglega gáfu Drottni.6Frá fyrsta deginum í sjöunda mánuðinum byrjuðu þeir að færa Drottni brennifórnir, en ekki var enn þá búið að leggja grundvöll musterisins.7Nú gáfu þeir sem trén áttu að höggva og smiðunum peninga og vistir og drykk og viðsmjör, en þeim í Sídon og Týrus e) fyrir að flytja sedrustré frá Libanonsfjallgarði sjóleiðis til Jaffa f) samkvæmt Sýrusar Persakóngs leyfi þeim til handa.8En á öðru árinu frá því þeir komu til Drottins húss í Jerúsalem, í öðrum mánuðinum, þá byrjuðu þeir Sóróbabel Sealtielsson og Jesúa sonur Jósadaks og hinir aðrir af bræðrum þeirra, prestarnir og Levítarnir og allir þeir er komnir voru úr útlegðinni til Jerúsalem, á því að tilsetja Levíta, tvítuga og þar yfir, til að standa fyrir byggingu Drottins húss.9Og Jesúa, synir hans og bræður hans, Kadmiel og synir hans og Júdæsynir, tóku sig saman til að hafa umsjón yfir þeim sem unnu að byggingu Guðs musteris; Henadadsætt, synir hans og bræður og Levítarnir,10og nú lögðu uppbyggendurnir grundvöllinn til Jehóva musteris og létu prestana stranda þar í embættisskrúða með básúnum, og Levítana, Asafsafkomendur, með bjöllum, til að vegsama Drottin eftir fyrirsögn Davíðs Ísraelskonungs.11Og þeir skiptust til að lofa og vegsama Drottin, af því hann er góður og hans miskunn við Ísrael er endalaus, og allt fólkið æpti mikið gleðióp til að vegsama Drottin, þegar grundvöllurinn að Drottins húsi var lagður.12En margir af prestunum og Levítunum og ættfeðrunum gömlu, sem höfðu séð hið fyrra Guðs hús, grétu hástöfum þegar grundvöllur þessa húss var lagður fyrir augum þeirra, en margir æptu líka fagnaðarópi fyrir gleði sakir,13og gátu menn ekki aðgreint fagnaðar- og gleðiópið frá rödd enna grátandi, því fólkið æpti mikið hátt fagnaðarópið, svo að hljómurinn heyrðist langt í burtu.

V. 1. d. Er sama sem október hjá okkur. Laufskálahátíðin í honum miðjum. V. 7. e. Í þessum stöðum engin akuryrkja og keyptu því korn og þessháttar hjá Gyðingum fyrir sedrustré. f. Jaffa líklega sama sem Joppe, staður við sjóinn vestur undan Jerúsalem.