Um auð og hans brúkun; samt um hegðan í samdrykkjum.

1Svefnleysi sakir auðs eyðir líkamanum, og umhyggja fyrir honum fælir burt svefninn.2Svefnleysisáhyggja fjærlægir blund, eins og þungur sjúkleiki fælir burt svefn.3Sá ríki hefir erfiðað og hrúgað saman auð, og þegar hann er aflátinn, nýtur hann síns sællífis ríkuglega.4Sá fátæki hefir erfiðað sökum skorts á lífsuppeldi, og þá hann hættir, verður hann þurfamaður.5Hvör sem elskar gullið, verður ei frí við rangindi, og hvör, sem leitar skaðsemdar, mun nóg af henni fá.6Margir rata í slys sökum gullsins, og þeir sáu sjálfir bersýnilega sína eyðileggingu.7Það er þeim ásteytingartré, sem því færa fórnir; og sérhvör heimskingi verður af því tekin til fanga.8Sæll er sá ríkismaður sem finnst óstraffanlegur og sá sem ekki gengur eftir gulli;9Hvör er sá, að vér vegsömum hann? því hann hefir gjört það sem er aðdáanlegt, meðal síns fólks.10Hvör er af enu sama prófaður og algjör fundinn? Hafi sá hrós! Hvör gat yfirtroðið, og yfirtróð ekki, gjört illt, og gjörði það ekki?11Óhætt er auðæfum þess (manns), og söfnuðurinn mun kunngjöra hans velgjörðir.
12Sitjir þú við ríkuglegt borð, svo vertu ei gírugur,13og seg ekki: mikið er á þessu borði!14Hugsa þú til þess, að öfundsjúkt auga er skammarlegt.15(Hvað er öfundsjúkara skapað en augað? því hellir það tárum niður um allt andlitið).16Ekki skaltu rétta höndina þangað sem það lítur, og þreng þér ekki með því í fatið.17Mæl ósk þíns náunga eftir þinni,18og í allri hegðan þá brúka yfirvegan.19Et sem maður það sem fyrir þig verður lagt, og hvoma ei í þig, svo þú verðir ei hataður.20Hættu fyrstur fyrir hæversku sakir, og vertu ei óseðjanlegur, svo þú gefir enga ásteytingu.21Þegar þú situr til borðs með fleirum, svo réttu ei fyrstur út höndina.22Siðaður maður sér lítið duga, og hann másar ekki á sinni sæng.23Hollur er svefn með hófsömum maga, þá er snemma á fætur farið, og hugurinn er þá heima.24Mæðuleg andvaka, uppköst og innantökur (heimsækja) ofneyslu mannsins.25Hafir þú verið neyddur við átið, þá stattu upp, gakk burt, og tak inn uppsölumeðal, svo hægir þér.
26Heyr þú mig, barn, og forsmá mig ekki, og seinna muntu mín orð sönn finna.27Vertu kviklegur við öll þín verk, svo mun enginn sjúkleikur hitta þig.28Varirnar lofa þann sem veitir yfirgnæfanlegan mat, og hann er viss um að fá hrós fyrir góðsemi.29Um þann sem sparar mat, möglar staðurinn, og orðrómur hans nísku er sjálfsagður.
30Sýndu ei þína hreysti á víninu; því margan hefir vínið fellt.31Aflinn reynir járnið þá það er hert, eins vínið hjörtun í deilu oflátunganna.32Vínið er manninum lífsstyrking, sé það hóflega drukkið.33Hvaða líf er það, vanti vín?34Það er vissulega mönnum til fagnaðar skapað.35Vínið á réttum tíma drukkið til nægju, er fögnuður hjartans og unun sálarinnar.36Of mikil víndrykkja aflar hjartans trega sakir ertni og óhappa.37Drykkjuskapur tendrar reiði heimskingjans til móðgunar,38rýrir hans mátt og bakar áverka. 38. Brigsla ei þínum náunga við samdrykkju, og forsmá hann ei í hans fögnuði. 40. Seg honum ekkert háðyrði, og gakk ei að honum með skulda kröfu.

V. 14. Sneypunni; aðr: feilnisseminni.