Móses leggur niður embættið, setur Jósúa í sinn stað, kveður til þings.

1Og Móses fór enn nú þessum orðum til alls Ísraelslýðs:2Eg er í dag rétt hundrað og tuttugu ára gamall, eg get nú ekki lengur gengið út og inn, líka hefir Drottinn sagt við mig: þú skalt ekki komast yfir þessa Jórdan.3En Drottinn þinn Guð mun sjálfur ganga á undan þér, hann mun og sjálfur eyða þessum þjóðum, svo þú leggir þær undir þig; Jósúa skal vera þinn fyrirliði, eins og Drottinn hefir sagt;4og Drottinn mun fara með þessar þjóðir eins og hann fór með Síhon og Ógg Amorítakónga og land þeirra, hvörja hann eyðilagði.5Þegar Drottinn gefur þær yður á vald, þá skuluð þér breyta og við þær samkvæmt þeim boðorðum sem eg hefi lagt fyrir yður;6verið hughraustir og fullhugaðir, verið ekki smeykir eða hræddir við þá, því að Drottinn þinn Guð mun sjálfur vera með þér, hann mun ekki sleppa af þér sinni hendi eður yfirgefa þig.
7Móses kallaði þá á Jósúa, og ávarpaði hann þannig að öllum Ísrael ásjáandi: vertú hughraustur og öruggur, því þú munt leiða þetta fólk inn í það land sem Drottinn sór að gefa þeirra forfeðrum og þú munt skipta því millum þeirra;8Drottinn mun ganga á undan þér, hann mun vera með þér, hann mun ekki sleppa af þér sinni hendi né yfirgefa þig, vert því ekki hræddur né kvíðinn.
9Móses skrifaði þetta lögmál og fékk það prestunum, niðjum Leví, sem báru sáttmálsörk Drottins, og öllum öldungum Ísraelíta, og Móses lagði svo fyrir þá:10á sjöunda hvörju ári, á þeim tíma, sem uppgjafarárið gengur inn, á laufsskálahátíðinni,11þegar allir Ísraelítar birtast fyrir augsýn Drottins þíns Guðs á þeim stað sem hann mun velja sér, þá skaltu láta lesa þetta lögmál fyrir öllum Ísraelítum í heyranda hljóði, fyrir öllum þingheimi,12bæði körlum og konum, börnum og útlendum sem eru innanborgar, svo að þeir heyri og nemi, og óttist Drottin þeirra Guð, haldi og breyti eftir öllum greinum þessa lögmáls,13og að þeirra börn sem ekkert vita af þessu megi heyra þetta, og læra að óttast Drottin yðar Guð alla daga í því landinu, sem þér nú farið yfir um Jórdan til að eignast.14Og Drottinn sagði við Móses: sjá! þinn andlátstími er nálægur, kalla á Jósúa, og gangið inn í samkundutjaldbúðina, þar skal eg segja honum vilja minn; Móses og Jósúa fóru og gengu inn í samkundutjaldbúðina.15En Drottinn birtist í tjaldbúðinni í skýstólpa, og skýstólpinn staðnæmdist í búðardyrunum.16Og Drottinn sagði við Móses: sjá! þú munt sofna með feðrum þínum, og þetta fólk mun taka sig upp, og taka framhjá mér með annarlegum guðum þess lands sem þeir nú koma til, segja svo skilið við mig, og brjóta þann sáttmála sem eg gjörði við þá;17mín reiði mun þá geisa yfir þá, og eg mun líka segja skilið við þá, og byrgja mitt andlit fyrir þeim, svo þeir skulu verða eyðilagðir, og hreppa miklar ófarir og harmkvæli; þá munu þeir segja: hefir ei þetta mætt mér, af því minn Guð er ekki hjá mér?18Eg skal þá byrgja mitt andlit á þeim tíma, sökum allra þeirra illgjörða sem þeir hafa framið, er þeir skyldu halla sér að annarlegum guðum.
19Svo skrifið þá upp þenna lofsöng, og kennið hann Ísraelsbörnum, og leggið hann þeim í munn, svo að sá sami lofsöngur megi verða mér til vitnisburðar meðal Ísraelsbarna,20þegar eg hefi leitt þá inn í það land sem eg hefi svarið þeirra forfeðrum, hvar mjólkinni flæðir og hunanginu, en þá þeir neyta þess, og gjörast fullir og feitir, þá munu þeir halla sér að annarlegum guðum, dýrka þá, en forsmá mig, og brjóta minn sáttmála;21og þegar þeir þá hreppa miklar ófarir og harmkvæli, þá skal þessi lofsálmur svara, og vitna þeim á móti—því niðjar þeirra eigu ei heldur að týna honum niður—því eg veit hvað þeim býr innanbrjósts nú strax áður en eg hefi innleitt þá í það land sem eg hefi svarið.22Móses skrifaði því strax upp þenna sálm, og kenndi hann Ísraelsbörnum.
23Og Drottinn bauð Jósúa Núnssyni, segjandi: vertu hughraustur og öruggur, því að þér mun auðnast að leiða Ísraelsbörn inn í þetta land, sem eg hefi svarið þeim, og eg vil vera með þér.
24Þegar Móses var algjörlega búinn að rita þessar lögmálsgreinir í eina bók,25þá bauð hann Levítunum, sem báru sáttmálsörk Drottins, segjandi:26takið þessa lögbók, og leggið hana við hliðina í sáttmálsörk Drottins yðar Guðs, að hún sé þar til vitnisburðar á móti þér, því eg þekki þinn mótþróa og harðúð, sjá! meðan eg enn nú lifi hjá yður í dag, eruð þér óhlýðnir yðar Drottni,27hvað miklu fremur mun það þá að mér dauðum!28Kallið nú fyrir mig alla öldunga og höfuðsmenn yðar kynkvísla, svo eg geti lesið þeim áheyrandi öll þessi orð og kveði svo himin og jörð til vitnis móti þeim;29því að eg veit þér munuð eftir minn dauða mannspillast, og víkja af þeim vegi sem eg hefi lagt fyrir yður, þá mun úr því koma fram við yður ógæfan, af því þér gjörðuð það sem illt var í augliti Drottins, þar þér reittuð hann til reiði með yðar framferði.30Móses las þá, að áheyranda öllum þingheimi Ísraelíta, öll orðin í eftirfylgjandi sálmi.