Drottinn sannar enn Guðdóm sinn með því, að hann vilji vernda sitt fólk, Gyðingalýð, og frelsa það úr Babels herleiðingu, ekki fyrir verðskuldun Gyðinga, heldur af miskunn sinni.

1En nú segir Drottinn, sá er skóp þig, Jakobsætt, og myndaði þig, Ísraelslýður: óttast eigi, því eg endurkeypti þig; eg kallaði þig með nafni, þú ert minn.2Þó þú gangir í gegnum vötnin, skal eg vera með þér; þó þú gangir í gegnum vatnsföllin, skulu þau ekki drekkja þér; þó þú gangir í gegnum eldinn, skaltu ekki brenna, og loginn skal eigi granda þér:3því eg Drottinn er þinn Guð, hinn heilagi Ísraels Guð er þinn frelsari; eg gef Egyptaland til lausnar þér, og læt Bláland og Sebaborg í staðinn þín;4sökum þess þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn, og af því eg elska þig, þá legg eg aðra menn í sölurnar fyrir þig, og þjóðirnar í staðinn þín.5Óttast því eigi, því eg er með þér; eg vil leiða kynslóð þína frá austri, og samansafna þér í frá vestri:6eg vil segja til norðuráttar: „lát fram!“, og til suðuráttar, „hamla þú eigi! flyt þú sonu mína úr fjarlægðinni, og dætur mínar frá enda jarðarinnar,7sérhvörn þann, er við mitt nafn er kenndur, sem eg hefi skapað mér til vegsemdar, þann er eg hefi myndað og gjört.
8Lát nú fram koma þann lýðinn, sem blindur er, þó hann hafi augu; þá sem daufir eru, þó þeir hafi eyru.9Lát alla heiðingja safnast í eitt, og þjóðirnar saman koma. Hvör af þeim (skurðgoðunum) kunngjörir slíkt, og lætur oss heyra fyrir fram, hvað verða muni? Leiði þau fram votta sína, að þau færi sönnur á mál sitt, svo menn heyri það, og segi, að þau hafi satt að mæla.10Þér eruð mínir vottar (segir Drottinn) og þjón minn, þann er eg útvaldi, til þess þér skylduð kannast við og trúa mér, og skilja, að eg em það; á undan mér er engi guð tilbúinn; og eftir mig mun engi vera.11Eg, eg em Drottinn, og engi hjálpari er til, nema eg;12Eg boðaði hjálpina, og lét hana í té; það var eg, sem kunngjörði hana, en enginn útlendur yðar á meðal; þér eruð mínir vottar, segir Drottinn, að eg em Guð;13já, áður en dagurinn varð til, var eg það. Enginn er sá, er frelsa megi af minni hendi; eg kem mínu fram, hvör fær aftrað því?14Svo segir Drottinn, yðar frelsari, hinn heilagi Ísraels Guð: yðar vegna vil eg senda (Sýrus) til Babelsborgar, og niðurbrjóta alla hennar slagbranda, og steypa Kaldeum, sem fagna með gleðilátum á skipum sínum.15Eg Drottinn er yðar heilagur Guð, höfundur Ísraelslýðs, yðar konungur.16Svo segir Drottinn, hann, sem lagði veg í sjónum, og braut í hinum ströngu vötnum,17hann, sem útleiddi vagna og hesta, hermenn og kappa, sem féllu hvör um annan og stóðu ei á fætur aftur, slokknuðu og kulnuðu út, sem kveikur.18Rennið eigi huga til hins umliðna, gefið eigi gætur að því, sem var fyrr meir.19Sjáið, eg hefi nokkuð nýtt fyrir stafni; það tekur þegar að votta fyrir því, þér skuluð vissulega verða þess varir: eg skal jafnvel gjöra veg í eyðimörkinni og vatnsstrauma í óbyggðinni.20Þá skulu skógardýrin, gullúlfarnir og strútsfuglarnir, vegsama mig; því eg gef vatn í eyðimörkinni og árstrauma í óbyggðinni, til að drykkja minn lýð, minn hinn útvalda.21Þá skal sá lýður, sem eg hefi tilreitt mér, víðfrægja mitt lof.22Mig hefir þú þó ekki ákallað, þú Jakobs ætt, því þú ert orðinn þreyttur á mér, þú Ísraelslýður.23Mér færðir þú ekki sauðfénað þinn til brennifórnar; mig dýrkaðir þú ekki með slátursfórnum þínum; Það er ekki mín vegna, að þú hefir mætt þig með matarfórnum og þreytt þig með reykelsisfórnum.24Þú keyptir ekki mér til handa ilmreyr fyrir silfur; mig saddir þú ekki á feitinni þinna slátursfórna. Nei, þú þreyttir mig með þínum syndum, og mæddir mig með þínum misgjörðum.25Eg, eg em sá, er afmái þínar yfirtroðslur sjálfs míns vegna, og minnist ekki þinna synda.26Minn mig á,—við skulum eigast lög við—seg mér, hvað þú hefir til afbökunar.27Þinn fyrsti faðir syndgaði, og þínir túlkar brutu á móti mér.28Þess vegna mun eg fara með forstöðumenn helgidómsins, eins og væru þeir vanheilagir, og ofurselja Jakobs ætt bölvaninni, og Ísraels niðja háðunginni.

V. 1. Samanb. 41,9. 44,2.24. V. 15. Höfundur, Hebr. Skapari, sjá v. 1. V. 27. Túlkar, þ. e. kennimenn og falsspámenn.