Griðastaðir. Landamerki. Vottar.

1Þegar Drottinn þinn Guð er búinn að afmá þær þjóðir, hvörra lönd hann ætlar að gefa þér til eignar, og þá þér eruð sestir að í borgum þeirra og húsum,2þá skaltu taka frá þrjár borgir í því landinu sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér til eignar.3Þú skalt láta greiðan veg liggja til þeirra, og landinu sem Drottinn þinn Guð gefur þér, skaltu skipta í þrjá hluti, og skal hvör sem mann hefur vegið mega flýja þangað.4En sá sem víg framdi, og þangað flýði, má samt svo framarlega halda lífi, að hann vóg náunga sinn óviljandi, og bar ekki hatur til hans að undanförnu,5til dæmis að taka: ef maður fer með öðrum í skóg til að höggva við, og hann reiðir upp öxina til að höggva tréð, en öxin hrýtur af skeftinu, og kemur á náunga hans, svo hann fær af bana þá má hann flýja til einhvörra þessara borga, og forða svo lífi sínu, svo að ekki veiti blóðhegnaranum vegandanum eftirför,6meðan honum er heitast um hjartaræturnar, nái honum ef vegur er langur, og slái síðan í hel, þó hann sé ekki dauðasekur, þegar hann bar ekkert hatur til mannsins að undanförnu.7Þess vegna býð eg þér að þú takir þessar þrjár borgir frá.
8En ef Drottinn þinn Guð færir út landamerki þín, eins og hann hefir svarið forfeðrum þínum, og gefur þér allt það land sem hann lofaði þeim.9Með því skilyrði þú héldir öll þessi boðorð, og breyttir eftir því sem eg nú legg fyrir þig, sem er: að þú elskir Drottin þinn Guð og gangir á hans vegum alla þína ævi, þá skaltu enn bæta þrem borgum við þessar þrjár,10svo ekki verði úthellt saklausu blóði í því landi sem Drottinn þinn Guð gefur þér, né verðir þú sekur í slíku blóði.11En ef nokkur hefir heift á öðrum, og situr um hann, veitist síðan að honum, og slær til bana, og snýr síðan til einhvörra þessara borga,12þá skulu öldungarnir í staðnum þar sem hann átti heima, senda þangað, og láta hafa hann í burtu þaðan, og selja í hendur blóðhegnaranum, til lífláts,13þín augu skulu ekki sjá aumur á honum, þú skalt hreinsa Ísrael af saklausra manna blóði, svo þér geti gengið vel.
14Þú skalt ekki færa saman landamerki náunga þíns, þau sem eldri menn hafa tilsett í því erfðalandi sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér til eignar.
15Ekki skal eitt vitni gilda á móti nokkrum í neins konar misgjörningi eður glæp sem einhvörjum kann að verða, heldur skal því aðeins gildur framburður að tvö eður þrjú vitni beri.
16En rísi ljúgvottur móti einhvörjum og beri á hann illvirki,17þá skulu þeir báðir, sem kærumálið eiga saman, mæta fyrir Drottni, frammi fyrir prestunum og dómurunum, sem þá eru í þann tíma; skulu dómararnir innvirðulega rannsaka málið, og ef þá reynist að hann hafi borið falskan vitnisburð móti sínum bróður,18þá skulu þeir gjöra svo við hann, sem hann hafði hugsað að gjöra við bróður sinn, og losið yður þannig við þann vonda, svo þeir verði skelkaðir sem heyra þetta,19og hætti eftir það að fremja slík illvirki yðar á meðal,20þitt auga sjái ekki aumur á honum, líf komi fyrir líf, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fótur fyrir fót.