Hvörninn hjón skuli hegða sér hvört við annað. Ræður meyjum og ekkjum að lifa ógiftum. Bannar hjónaskilnað. Hvör lifi í því standi, sem hann er kallaður. Örsakir, hvar fyrir ógift stand sé betra.

1Hvað það áhrærir, er þér skrifuðuð mér um, þá er það gott að vera ekki við konu kenndur;2en fyrir frillulífis sakir, þá haldi hvör við sína eiginkonu, og hvör kona við sinn eiginmann.3Maðurinn gæti sinnar skyldu við konuna og sömuleiðis konan við manninn.4Konan hefir ekki vald yfir sínum eigin líkama, heldur maðurinn; sömuleiðis hefir maðurinn ekki vald yfir sínum líkama, heldur konan.5Hvörugt haldi sig frá öðru, nema það skyldi vera eftir samkomulagi um tíma, svo þér getið stundað yðar bænahald; en takið síðan saman aftur, svo að Satan ekki freisti yðar vegna yðar bindindisleysis.6Þetta segi eg af vorkunnsemi, en býð það ekki;7því eg vildi að allir væru eins og eg, en hvör hefir sína gáfu af Guði, einn þessa, annar hina.
8Ógiftum og ekkjum segi eg, að þeim er betra að vera eins og eg er;9en vanti þær bindindi, þá giftist þær; því betra er að giftast en að brenna (af losta).
10Þeim giftu skipa eg, þó ekki eg, heldur Drottinn, að konan skuli ekki skilja við mann sinn;11en ef hún er skilin við hann, þá sé hún ógift, ellegar taki aftur saman við manninn; ekki heldur skilji maðurinn við konuna.12Hinum öðrum býð eg, ekki Drottinn, að ef nokkur bróðir á vantrúaða konu og hún vill búa saman við hann, þá skilji hann sig ekki við hana,13og ef kona nokkur á vantrúaðan mann og hann vill búa saman við hana, þá skilji hún ekki við hann.14Sá vantrúaði maður helgast af konunni og hin vantrúaða kona helgast af manninum, annars væru born yðar vanheilög, en nú eru þau heilög.15En ef að hinn vantrúaði vill skilja við konuna, þá gjöri hann það, því þegar svo á stendur, þá er enginn bróðir eða systir þrælbundinn, en Guð hefir kallað oss til friðar.16Hvað veistú, kona! nema þú getir gjört manninn hólpinn, eður hvað veist þú, maður! nema þú getir hólpna gjört konuna? það veistu ekki.17Sérhvör veri í því ástandi, sem Drottinn hefir úthlutað honum, sérhvör eins og hann var þá Guð kallaði hann; svo býð eg öllum í söfnuðinum.18Ef hann var umskorinn þegar hann var kallaður, þá dragi hann ekki yfirhúðina yfir aftur; ef hann var þá óumskorinn, láti hann sig ekki umskera.19Umskurnin er ekkert og yfirhúðin ekkert, heldur varðveisla Guðs boðorða.20Sérhvör veri í þeirri stétt, sem hann var í, þegar hann var kallaður.21Hafir þú verið þræll, þá þú varst kallaður, láttú þig einu gilda, en ef þú getur frjáls orðið, þá vel það heldur.22Sá, sem var þræll þá hann var kallaður, er Drottins frelsingi, sá, sem þá var frjáls, er Krists þræll.23Þér eruð dýru verði keyptir, verið ekki manna þrælar.24Góðir bræður! sérhvör þjóni Guði í þeirri stétt, sem hann er í kallaður.25En um meyjar hefi eg ekkert boðorð af Drottni, en segi mína meiningu svo sem sá, er þá miskunn hefir öðlast af Guði að vera trúr.26Það er þá mín meining: að það sér manninum þénanlegt vegna yfirstandandi neyðar að vera ógiftur;27sértú við konu bundinn, þá leita ekki skilnaðar, en sért þú konulaus, þá leita ekki kvonfangs.28En þótt þú giftist, syndgar þú ekki og þó að mey giftist, syndgar hún ekki; en þvílíkir munu í líkamlega þrengingu komast, en eg vil hlífa yður við henna.29Því það segi eg yður, bræður! að skammt muni þess að bíða, að þeir, sem konur hafa, verði sem þeir enga hefðu;30þeir, sem gráta, eins og þeir, sem ekki gráta; þeir, sem gleðjast, eins og þeir, sem af engu hafa að gleðjast; þeir, sem kaupa, eins og þeir, sem ekkert eiga,31þeir, sem njóta heimsins gæða, eins og þeir, sem ekki hafa þeim að fagna, því fegurð veraldar mun hverfa.32En eg óska að þér séuð áhyggjulausir. Hinn ókvænti hyggur að Drottins vilja, hvörnig hann megi Drottni þóknast,33en hinn, sem kvæntur er, ber áhyggju fyrir því veraldlega, hvörnig hann megi konunni þóknast.34Það er og mismunur á konu og ógiftri stúlku: sú hin ógifta hugsar um það, sem Drottni viðkemur, að hún sé heilög bæði á sálu og líkama, en sú gifta hugsar um það veraldlega, hvörnig hún geti manninum þóknast.35Þetta segi eg yður sjálfum til góðs en ekki til að leggja fyrir yður fótakefli, heldur svo að þér í siðsemi, stöðuglega og hindrunarlaust getið tilheyrt Drottni.36En ef einhvör þykist hafa vansa af því, að mey hans ekki giftist í tíma og hjá því verði ekki komist, þá gjöri hann, sem honum líkar, hann syndgar ekki, giftist þau.37En sá, sem stendur stöðugur í sínum ásetningi og engin nauðsyn þrengir til, heldur er sjálfráður að gjöra það hann vill og hefir ásett sér að geyma mey sína, hann gjörir vel.38Þar fyrir gjörir sá vel, sem giftir hana, en sá, sem ekki giftir hana gjörir enn betur.39Konan er bundin meðan ektamaður hennar lifir, en þegar hann er dáinn, er henna frjálst að giftast hvörjum sem hún vill, einungis að hann sé kristinn.40En betur er sú farin, sem ekki giftir sig, eftir minni meiningu og þykist eg líka hafa Guðs Anda.

V. 1. 1 Kor. 7,26. sbr. við 1 Mós. b. 2,18. V. 7. Matt. 19,12. 1 Kor. 12,11. V. 9. 1 Tím. 5,14. V. 14. Matt. 5,32. Malak. 2,14. V. 12. Sem ekki hefir kristni tekið. V. 16. Orðið ollandi að maðurinn leiðist til kristni, sbr. 1 Pét. 3,1. V. 17. þ. e. leiddi til kristni, v. 20–24. V. 18. 1 Makkab. 1,15. V. 19. Gal. 5,6. 6,15. V. 22. Jóh. 8,36. Róm. 6,18–22. sbr. Gal. 5,13. 1 Kor. 8,9. V. 23. Kap. 6,20. sbr. við Hebr. 9,12. V. 26. v. 1.8. V. 29. Hebr. 20,25.37. Jak. 5,8.9. sbr. Lúk. 21,12.16. V. 31. 1 Pét. 4,7. 1 Jóh. 2,17. Esa. 40,6. V. 38. Efes. 5,22–24. V. 36. 5 Mós. 25,3. V. 39. Róm. 7,2. K. 7,15.