Amos afmálar siðaspillingu Ísraelsmanna, og þær ófarir sem þeim voru búnar.

1Drottinn alvaldur lét þessa sýn bera fyrir mig: eg sá körf með sumarávöxtum.2Hann sagði: hvað sér þú, Amos? Eg svaraði: körf með sumarávöxtum. Þá sagði Drottinn til mín: endirinn er kominn yfir minn lýð, Ísraelslýð; eg vil ekki lengur leiða hjá mér misgjörðir hans.3Sönglætin í höllinni skulu á þeim degi verða að harmakveini, segir Drottinn alvaldur; fjöldi líka skal á öllum stöðum verða út borinn í kyrrþey.4Heyrið þetta, þér sem viljið gleypa hinn fátæka, og undirkúga hina nauðstöddu í landinu,5og segið: hvönær mun tunglkomuhátíðin líða, svo vér megum selja matvöruna, og hvíldardagurinn, að vér megum láta kornið falt, minnka mælirinn, þyngja metin, og svíkja með rangri vog;6svo vér getum keypt aumingjann fyrir silfur, og fátæklinginn fyrir eina skó, og selt kornsáðirnar.7Drottinn sver við þann sem Jakobsniðjar stæra sig af: eg skal aldrei til eilífðar gleyma athæfi þeirra.8Skyldi landið ekki skelfast af þessu, og allir þess innbyggjendur verða sorgbitnir? Gjörvallt landið skal verða í einu flóði, eins og í vatnagangi, það skal burtskolast og fara í kaf, eins og Egyptalandsfljót rynni yfir það.9Á þeim degi, segir Drottinn alvaldur, skal eg láta sólina ganga til viðar um miðjan dag, og landið verða myrkt á ljósum degi.10Eg skal snúa yðar hátíðum í sorg, og öllum yðar gleðisöngvum í harmakvæði; eg skal íklæða þá sorgarbúningi, og gjöra höfuð þeirra hárlaus; eg skal gjöra landið sorgbitið, eins og þá menn harma lát einkasonar síns, og endalok þess skulu verða sem hryggðardagur.11Sjá! þeir dagar koma, segir Drottinn alvaldur, að eg mun senda hungur inn í landið, ekki hungur eftir brauði, eða þorsta eftir vatni, heldur eftir því, að heyra orð Drottins.12Þeir skulu reika frá einu hafinu til annars, frá norðri til austurs; þeir skulu renna hingað og þangað, til að leita eftir orði Drottins, og þó ekki finna það.13Á þeim degi skulu fríðar meyjar og æskumenn vanmegnast af þorsta.14Þeir er sverja við glæpsku Samaríu, og segja: „svo sannarlega sem þinn guð lifir, Danborg (1 Kóng. 12,29.30)! svo sannarlega sem þinn átrúnaður lifir, Berseba!“! þeir hinir sömu skulu falla, og ekki framar á fætur rísa.

V. 7. Við þann, sem J. stæra sig af, þ. e. við sjálfan sig; Gyðingar stærðu sig af því, að Drottinn var þeirra Guð og bjargvættur (5,14), en brutust þó í gegn honum með hjáguðaátrúnaði og illum lifnaði. V. 14. Glæpska Samaríu, þ. e. gullkálfurinn, sem Samaría glæptist á.