Ísraels menn, jafnvel prestar og Levítar höfðu tekið sér útlendar konur. Esra gjörir iðran fólksins vegna.

1Þegar öllu þessu var lokið komu þeir yppurstu til mín og sögðu: Ísraelslýður og prestarnir og Levítarnir hafa ekki haldið sér frá þjóðum þeirra landa sem óhrein eru c), frá Kananítum, Hethítum, Feresítum, Jebúsítum, Ammonítum, Móabítum, Egypskum og Amorítum.2Því þeir hafa gift sig þeirra dætrum og sonu sína og samblandað enum helga ættstofni við landsins innbúa, og nokkrir af þeim yppurstu og yfirmönnunum hafa orðið fyrstir til þess.3Þegar eg heyrði þetta, reif eg kyrtil minn, og yfirhöfn, reytti hár af höfði mér og skegg og sat frá mér numinn.4Nú söfnuðust til mín allir, sem óttuðust orð Ísraels Guðs, sakir misgjörðar útlegðarmannanna; en eg sat óttasleginn allt til kvöldfórnar (tímans) d).5Þegar að kvöldfórninni var komið, stóð eg upp frá föstu minni með rifnum kyrtli og yfirhöfn, féll á kné og fórnaði höndum mínum til Guðs, Drottins míns.6Og eg sagði: Guð minn! eg fyrirverð mig og blygðast mín að upplyfta til þín, Drottinn minn! augliti mínu, því syndir vorar taka upp yfir höfuð vor, og eru svo stórar, að þær ná til himins.7Allt frá dögum feðra vorra vorum vér í mikillri sekt allt til þessa dags og vegna vorra synda erum vér ofurgefnir, kóngar vorir og prestar vorir í hönd kónga hinna annarra landa, undir sverðið, til fangelsis, herfangs og blygðunar, eins og á þessum degi.8Og nú fyrir skemmstu hefur miskunn skeð af Guði Drottni vorum, þar eð hann hefir látið eftir verða leifar af oss og veitt oss fótfesti á þeim heilaga stað, svo að Guð vor upplýsti vor augu og léti oss litla stund lifna við aftur í ánauð vorri.9Því ánauðugir erum vér og í ánauð vorri hefir Guð vor ekki yfirgefið oss, heldur hneigt til vor ráð Persakonunga, svo þeir þyrmdu lífi voru, svo að vér fengjum uppbyggt hús Guðs vors og viðrétt rústir þess, og gáfu oss umgirtan stað í Júdeu og í Jerúsalem.10En hvað eigum vér nú að segja, vor Guð! eftir allt þetta? því vér höfum yfirgefið þín boð,11sem þú hefir gefið oss fyrir hönd þinna þjóna spámannanna, er þú sagðir: það land, til hvörs þér farið til að inntaka það, er orðið óhreint vegna afguðadýrkunar fólksins í landinu, vegna viðurstyggilegleika þess sem þeir hafa fyllt það með frá einum enda til annars, með þeirra saurugleika.12Þess vegna skuluð þér ekki gefa dætur yðar sonum þeirra, og synir þeirra ekki taka sér dætur yðar og ekki skuluð þér ævinlega leita þeirra sælu og velvegnunar, svo að þér verðið voldugir og fáið að njóta landsins gæða og eftirlátið það sonum yðar ævinlega úr því.13Eftir að nú allt þetta er komið yfir oss, vegna vorra vondra verka og vorra stóru yfirsjóna (því þú, Drottinn vor, hefir auðmýkt oss minna heldur en vorar syndir hafa tilunnið og sömuleiðis veitt oss frelsan).14Hvört skyldum vér þá snúa aftur til að rjúfa þín réttindi og tengjast hjúskaparböndum við þessar óhæfu þjóðir? munt þú ekki reiðast oss og því nær gjöreyða oss, svo enginn verði eftir og frelsist?15Guð, Drottinn Ísraels! þú ert réttlátur, því enn þá til þessa dags hefir þú eftirskilið leifar af oss—sjá! vér stöndum fyrir þínu augliti í vorum ávirðingum, því vegna þeirra fær enginn staðist fyrir þér.

V. 1. c. Samanber 5 Mós. 7,1–3. V. 4. d. Samanber 2 Mós. 29,39.41. og 3 Mós. 23,4.