Postulinn varar við deilum. Ræður til lítillætis og auðmýktar. Varar við sjálfbirgingsskap.

1Af hvörju koma stríð og bardagar á meðal yðar? af hvörju öðru en af yðar girndum, sem stríða í yðar limum.2Þér girnist og fáið ekki; þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast; þér berjist og stríðið og fáið þó ekki, af því þér biðjið ekki.3Þér biðjið og öðlist þó ekki, af því þér biðjið illa, til þess að þér getið sóað því í yðar bílífi.4Þér hórdómsmenn og hórkonur! Vitið þér ekki, að vinátta heimsins er óvinátta Guðs d)? þess vegna, hvör sem vill vera vinur heimsins, hann verður óvinur Guðs.
5Eða haldið þér, að Ritningin tali forgefins: mun sá andi sem í oss býr, leiða til öfundar?6hann gefur meiri náð e); því stendur skrifað: Guð mótstendur dramblátum, en lítillátum gefur hann náð.7Verðið því undirgefnir Guði, standið móti djöflinum og þá mun hann flýja yður.8Nálægið yður Guði og þá mun hann nálægja sig yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar! og gjörið flekklaus yðar hjörtu, þér tvílyndu!9Berið yður illa, syrgið og grátið; yðar hlátur skal umbreytast í sorg og gleðin í hryggð.10Auðmýkið yður fyrir Drottni, þá mun hann upphefja yður.
11Talið ekki illa hvör um annan, bræður mínir! sá, sem talar illa um bróður sinn og dæmir hann, talar illa um lögmálið og dæmir það a); en ef þú dæmir lögmálið, þá ertú ekki lögmálsins gjörari, heldur dómari.12Einn er löggjafinn og dómarinn, sá sem kann að frelsa og tortýna. En hvör ertú, sem dæmir annan?
13Heyrið, þér sem segið: í dag og á morgun skulum vér fara til þessarar borgar, dvelja þar eitt ár og kaupversla og græða,14(sem þó ekki vitið, hvað á morgun ske muni; því hvílíkt er yðvart líf? gufa, sem sést um stund, en hverfur síðan),15í stað þess þér ættuð að segja: ef Drottinn vill, og vér lifum, þá viljum vér gjöra þetta eða hitt.16En nú stærið þér yður í yðar oflátungsskap; allt slíkt stærilæti er vont.17Þar fyrir, hvör sem hefir vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, honum er það synd.

V. 1. Róm. 7,23. 1 Pét. 2,11. V. 4. sbr. Jóh. 15,19. d. þ. e. ofmikil elska til ins jarðneska, dregur til að gjöra það sem Guði mislíkar. V. 6. e. þ. e. meiri farsæld, en það getur gefið, sem menn öfunda aðra af. Sbr. Job 22,29. Sálm. 138,6. V. 7. Efes. 4,27. 6,12. fl. V. 8. Esa. 1,16. 59,3.6. V. 10. Job 22,29. Lúk. 14,11. V. 11. 3 Mós.b. 19,16.18. sbr. Matt. 7,11 og Róm. 2,1. a. þ. e. álítur það marklaust, og sig ekki skuldbundinn að hlýða því. V. 13. Lúk. 12,18.20. V. 14. Orðskv.b. 27,1. Esa. 40,6. 1 Kor. 7,31. V. 15. 1 Kor. 4,19. V. 17. sbr. Lúk. 12,47.