Sundurlaus sannmæli.

1Snjór á ekki við sumar, ekki heldur regn við uppskeru, svo ber ei heiður heimskum manni.2Eins og tittlingurinn flögrar um kring og svalan, flýgur burt, svo rammar ekki óverðskulduð formæling.3Svipan á við hestinn, og taumurinn við asnann, eins vöndurinn við dárans bak.4Svara þú ekki heimskum manni eftir hans heimsku, svo þú verðir ekki honum líkur.5Svaraðu þó þeim heimska eftir hans heimsku, svo hann ætli ekki að hann sé hygginn.6Sá sem sendir orð með dára, höggur af sér fæturnar, og líður órétt.7Eins og læri hins halta eru máttlaus, svo eru og snillyrði í dárans munni.8Eins og gimsteinn er í grjóthrúgu, svo er hvör sem gefur dáranum heiður.9Eins og þyrnigrein í hendi drukkins manns, svo eru spakmæli í dárans munni.10Hvör sem semur við dára, og semur við mann á ferð, er eins og skytta sem hæfir allt.11Eins og hundurinn snýr aftur til sinnar spýju, svo ítrekar dárinn sína heimsku.12Sjáir þú mann sem þykist vitur, þá er af dáranum meira að vænta en honum.13Sá lati segir: þar er grenjandi (ljón) á veginum, ljón á strætunum.14Hurðin snýst á hjörunum; sá lati í sinni hvílu.15Sá lati hefir sína hönd í fatinu; það er honum erfitt að koma henni aftur upp að munninum.16Sá lati þykist hyggnari en sjö, sem svara af viti.17Sá sem fer um veg og blandar sér í deilur er honum ekki koma við, er líkur þeim er tekur um eyru á hundi.18Eins og sá óði, sem kastar logbröndum, pílum og drepandi skeytum,19svo gjörir sá maður, sem svíkur sinn náunga, og segir svo: er eg ekki að gjöra að gamni mínu.20Þegar (eldi)viðinn þrýtur, slokknar eldurinn, og þegar enginn er rógberinn, stöðvast deilurnar.21Eins og kol tilheyra glæðum, og við þarf til að gjöra eld, svoleiðis þrætugjarnan mann til að vekja deilur.22Rógberans orð, eru eins og krásir, sem þrengja sér niður innst í magann.23Eins og leirker, yfirstrokið með silfurhroða, svo eru fjörugar varir og vont hjarta.24Hatursmaðurinn talar fagurt, en í sínu hjarta elur hann svik.25Þegar hann talar þægilega, þá trúðu honum ekki; því sjö viðurstyggðir eru í hans hjarta.26Hatur má fela með kænsku; en vonskan kemst upp á þinginu.27Sá sem grefur gröfina fellur þar í; og á þann, sem steininum veltir, veltur steinninn.28Fölsk tunga hatar þá, sem hún vill sundurrífa, og háll munnur ollir tjóns.