Gyðingar áklaga Pál, en hann forsvarar sig kröftuglega; Felix skelfist við ræðu Páls, og skilur hann loks eftir í böndum.

1Fimm dögum síðar fór af stað æðsti presturinn Ananías með öldungunum og mælskumanni nokkrum, er hét Tertúllus og þessir mættu fyrir landshöfðingjanum gegn Páli.2Þá búið var að kalla hann fyrir, byrjaði Tertúllus sína ákæru svo mælandi:3mikils friðar erum vér orðnir aðnjótandi fyrir þína tilstilli og margar góðar tilskipanir á þessi þjóð þinni umsjá að þakka, voldugasti Felix! þetta játum vér á hverjum stað og stundu þakklátlega;4en að eg ónáði þig sem skemst, bið eg að þú, eftir mildi þinni, viljir heyra oss stuttlega.5Þar eð vér höfum fundið þenna mann skaðvænan, sem drepsótt, því hann vekur óróa meðal allra Gyðinga um alla víða veröld og er oddviti hins naðverska villuflokks,6og hefir jafnvel ráðist í að vanhelga musterið; þá tókum vér hann fastan og vildum hafa dæmt hann samkvæmt vorum lögum;7en þúshundraðshöfðinginn Lysías kom þá að, og með miklu ofríki þreif hann úr vorum höndum,8og skipaði hans áklögurum að fara til þín, og af honum getur b) þú, þegar þú spyr hann, fengið sjálfur að vita allt það, sem vér ákærum hann um.9Gyðingarnir ákærðu Pál líka með honum c), og sögðu þetta svo vera.10En Páll svaraði, þá landhöfðinginn hafði bent honum að tala: þar eg veit, að þú í mörg ár hefir verið dómari þessarar þjóðar, mun eg þess öruggar forsvara mig;11með því þú getur fengið að vita, að það eru ekki meir en tólf dagar síðan eg kom til Jerúsalem að biðjast fyrir,12og þá hittu þeir mig, hvörki í orðaþrætu við nokkurn mann, né æsandi fólk til óspekta, hvörki í musterinu, né í samkunduhúsunum, né annarsstaðar í borginni,13og ekki heldur geta þeir sannað það, sem þeir nú ákæra mig um.14En þetta játa eg þér, að eg þjóna Guði feðra minna, samkvæmt þeirri trú, sem þeir kalla villudóm, og trúi öllu, sem skrifað stendur í lögmálinu og spámönnunum,15hafandi þá von til Guðs, hvörja þeir og sjálfir hafa, að framliðnir muni upprísa, bæði vondir menn og góðir.16Því æsi eg líka sjálfan mig í því að hafa jafnan óflekkaða samvisku, bæði fyrir Guði og mönnum.17Eg kom eftir fleiri ára burtuveru a) með ölmusugjafir handa þjóð minni.18Meðan eg var að þessu og var nýbúinn að hreinsa mig í musterinu, hittu mig ekki með mannmergð né óróa19nokkrir Gyðingar frá Asíu, hvörjir að hefðu átt mæta hjá þér, og ákæra, ef nokkuð hefðu haft mér á móti.20Eður segi þessir sjálfir til, hvað þeir hafi fundið saknæmt hjá mér, þegar eg stóð fyrir ráðinu,21utan það sé þetta eina orð, er eg kvað upp með, þegar eg stóð milli þeirra: eg lögsækist í dag af yður, sökum upprisu framliðinna.22Felix skaut nú málinu á frest, uns hann þekkti gjör þenna lærdóm—og sagði: þegar þúshundraðshöfðinginn Lysías kemur, skal eg skera úr máli yðar.23Og undir eins bauð hann hundraðshöfðingjanum að varðveita Pál, en halda honum ekki bundnum og banna engum hans að þjóna honum eður koma til hans.
24Nokkrum dögum seinna kom Felix, með konu sinni Drúsillu, sem var Gyðingaættar, og lét sækja Pál, og heyrði hann um trúna áhrærandi Krist.25En er Páll kom á tal um réttlæti, bindindi og tilvonandi dóm, skelfdist Felix og mælti: far burt að sinni; þegar eg fæ tóm, mun eg láta kalla þig aftur.26Meðfram vænti hann, að Páll mundi gefa sér fé til að losast, þess vegna lét hann og oft kalla á hann, og átti við hann samræður.27Að liðnum tveim árum, kom Porsíus Festus í stað Felix til valda, og til að sýna Gyðingum velvild, eftirskildi Felix Pál fjötraðan.

V. 8. b. Þ. e. af Páli sjálfum. V. 9. c. Honum, nl. Tertúllus. V. 17. a. Nefnil. til Jerúsalem.