Esau ættartala.

1Þetta er ættartala Esau sem nefndist Edom (25,30).2Esau tók sér konur af Kanaansdætrum, Ada dóttur Elons, Hetita; og Ahalibama, dóttur Anas, sem var sonardóttir Sibeons, Hevita,3og Basmat Ísmaelsdóttur systur Nebajots.4Og Ada fæddi Esau Elifas, en Basmat Reguel.5Ahalibama fæddi Jehús, Iaelam og Kóra. Þessir eru þeir synir sem Esau fæddust í Kanaans landi.6Og Esau tók konur sínar og syni sína og dætur sínar, og allar sálir síns húss, og hjarðir sínar og kvikfénað, og alla þá fjárhluti sem honum höfðu aflast í Kanaanslandi, og færði sig í annað land frá Jakob bróður sínum.7Því þeirra auður var meiri en svo að þeir gætu saman búið, og það land, sem þeir voru í, bar þá ekki, sökum þeirra hjarða.8svo bjó Esau á fjallinu Seir. Esau er Edom.9Þetta er saga Esau, föður Edomita á fjallinu Seir.10Þetta eru nöfn Esausona: Elifas sonur Ada, konu Esau, Reguel, sonur Basmat konu Esau.11En þessir voru Elifassynir: Teman og Omar, Sefo Gaetam og Kenas.12Og Timna var hjákona Elifasar sonar Esau, hún fæddi honum Amalek. Þetta eru synir Ada, konu Esau.13Og synir Reguels: Nahat og Sera, Samma og Missa. Það voru synir Basmat konu Esau.14Og þessir voru synir Ahalibömu, dóttur Anas, dóttur Sibeons, konu Esau, hún fæddi Esau: Jehus og Iaelam og Kóra.15Þessir eru höfðingjar Esau niðja. synir Elifasar, Esau frumgetna sonar eru: höfðinginn af Teman, höfðinginn af Omar, höfðinginn af Sefo, höfðinginn af Kenas.16Höfðinginn af Kóra, höfðinginn af Gaetam, höfðinginn af Amalek. Þessir höfðingjar eru komnir af Elifas, í landinu Edom, og eru niðjar Ada.17Þessir eru synir Reguels, sonar Esau: höfðinginn af Samma, höfðinginn af Missa. Þessir höfðingjar eru komnir af Reguel í landinu Edom, og niðjar Basmat, konu Esau.18Og þessir eru synir Ahalibömu, konu Esau: höfðinginn af Jehus, höfðinginn af Iaelam, höfðinginn af Kóra. Þetta eru höfðingjarnir af Ahalibömu, dóttur Anas, konu Esau.19Þessir eru niðjar Esau og höfðingjar þeirra, hann hinn sami er Edom.20Þetta eru synir Seirs, Hórítans, innbúar landsins: Lotan og Sobal og Sibeon og Ana,21og Dison og Eser og Disan. Það eru höfuðsmenn Hórítanna, sona Seirs í landinu Edom.22Og Lótans synir voru: Hori og Heman og systir Lótans Timna.23Og þetta eru synir Sobals: Alvan og Manahat og Ebal, Sefo og Onam.24Og þetta eru synir Sibeons: Aja og Ana; það er sá Ana sem fann laugarnar í Óbyggðinni, þá hann geymdi asna föður síns Síbeons.25Og þetta eru synir Anas: Dison og Ahalibama dóttir Anas.26Og þessir eru synir Dísons: Hemdan og Esban og Jetran og Karan. Þessir eru Esers synir: Bilkan og Savan og Akan.28Þetta eru synir Dísans: Us og Aran.29Þetta eru höfðingjar Hóritanna: höfðinginn af Lotan, höfðinginn af Sobal, höfðinginn af Sibeon, höfðinginn af Ana.30Höfðinginn af Dison, höfðinginn af Eser, höfðinginn af Disan. Þessir eru höfðingjar Hóritanna, þeirra höfuðsmenn í landinu Seir.
31Þessir eru þeir kóngar sem ríkt hafa í landinu Edom; áður en kóngar ríktu yfir sonum Ísraels.32Bela var kóngur í Edom, sonur Beors, og nafn hans staðar Dinhaba.33Og Bela dó, þá varð kóngur í hans stað Jobab, sonur Seras frá Bosra.34Og Jobab dó, þá varð kóngur í hans stað Husam úr Temonitalandi.35Og Húsam dó, þá varð kóngur í hans stað Hadad sonur Bedads; hann vann sigur á Midianitum á Móabsvöllum; og hans staðar nafn var Avit.36Og Hadad dó, þá varð kóngur í hans stað Samla frá Masreka.37Og Samla dó, þá varð kóngur í hans stað Sál frá Rehobot hjá ánni.38Og Sál dó, þá varð kóngur í hans stað Baal-Hanan, sonur Akbors.39Og Baal-Hanan, sonur Akbors, dó, þá varð kóngur í hans stað Hadar, og nafn hans staðar var Pagu, og nafn hans konu Metabeel, dóttir Matreðs, dóttir Mesuhabs.
40Og þetta eru nöfn höfðingjanna af Esau ætt, eftir þeirra ættkvíslum, eftir þeirra bústöðum, eftir þeirra nöfnum: höfðinginn af Timna, höfðinginn af Alva, höfðinginn af Jetet,41höfðinginn af Ahalibama, höfðinginn af Ela, höfðinginn af Pinon.42Höfðinginn af Kenas, höfðinginn af Teman, höfðinginn af Mibsar.43Höfðinginn af Magdiel, höfðinginn af Isam.—Þetta eru höfðingjar Edomita, eftir þeirra bústöðum, í því landi sem þeir áttu. En Esau er faðir Edomita.