Von um Drottins liðsinni.

1Stígandi sálmur. Eg lyfti mínum augum til fjallanna, hvaðan mín hjálp mun koma.2Mín hjálp kemur frá Drottni, sem gjörði himin og jörð.3Hann mun ekki láta þinn fót rasa, hann þinn vaktara syfjar ekki,4sjá! hann sofnar ekki, Ísraels vaktari sefur ekki.5Drottinn er sá sem vaktar þig, Drottinn er þín hlíf, hann er þér til hægri handar.6Á daginn mun sólin ekki ljósta þig, og ekki tunglið á nóttunni.7Drottinn mun varðveita þig frá öllu illu, hann mun geyma þína sál.8Drottinn mun varðveita þinn inngang og útgang frá því nú er og til eilífrar tíðar!