Sundurlaus sannmæli.

1Sérhvör vinur mun segja: „Eg er líka hans vinur“; en margur vinur er aðeins vinur að nafninu.2Er það ekki dauðans gremja þegar stallbróðir og vinur verður að óvin?3Ó, vonda hugarfar! hvaðan hefir þú oltið til að þekja jörðina með falsi?4Félaginn gleður sig með vininum í fögnuðinum, en á neyðarinnar tíð stendur hann fjærri.5Félaginn erfiðar með vininum sakir búksins, í augsýn bardagans mun hann taka skjöldinn.6Gleym ekki vininum í þínu hjarta,7og vertu ekki hans óminnugur í þinni velmegun.
8Sérhvör ráðgjafi hefir ráð á lofti; en margir ráðleggja sér í hag.9Vara þú þig á ráðgjafanum, og grennslast eftir því fyrir fram, hvör hans hagur er; því hann mun ráða sér sjálfum best: að hann ekki kasti a) á þig hlutfalli,10og segi við þig: „þinn vegur er góður“, standi svo gagnvart, til að sjá, hvað þér vill til.11Ráðfær þig ekki við þá, sem gjóta til þín hornauga, og fel þín áform fyrir þeim sem öfunda þig.12(Ráðfær þig ekki) við konu um þá (konu) sem hún mest við; ekki við ragan mann um stríð, ekki við kaupmann um verslun, né við kaupanda um sölu;13ekki við þann níska um þakklátsemi; ekki við miskunnarlausan um góðgjörðasemi; ekki við letingjann um alls lags störf,14ekki við heils árs daglaunamann um það að ljúka við verkið; ekki við latan þræl um mikla vinnu,—gef engum þessara gaum í nokkurri ráðaleitan.15Þar á mót skaltu stöðugt hafa mök við guðrækinn mann, sem þú þekkir að því, að hann gætir boðorðanna,16sem í sínu sinni er eftir þínu, og aumkast yfir þig, þegar þú rasar.17Og set fast ráð þíns eigin hjarta, því enginn er þér trúrri en það.18Því sálir mannanna plaga stundum fleira að kunngjöra, heldur en sjö varðmenn sem sitja á verði.19Og auk alls þessa, þá bið hinn æðsta, að hann greiði þinn veg í sannleika.20Byrjun sérhvörs verks sé tal (yfirvegan), og á undan hvörju verki gangi ráðagjörð.21Spor sinnisumbreytingar (gefast), fjórir hlutir koma í ljós: gott og illt, líf og dauði, og þessu ræður tungan óaflátanlega.22Til er fjölhæfur maður, margra fræðari, en sjálfum sér getur hann ekki orðið að liði.23Mönnunum verður illa við þann sem (einasta) er vitur í orðum: sá maður verður þurfandi allrar fæðu.24Því honum var ekki lánuð náð af Drottni, sökum þess hann er sviptur öllum (sönnum) hyggindum.25Margur er vitur fyrir sjálfan sig, og ávextir hyggindanna í hans munni, eru áreiðanlegir.26Vitur maður uppfræðir sitt fólk, og ávextir hans hygginda eru áreiðanlegir.27Vitur maður verður blessan hlaðinn, og allir sem hann sjá, prísa hann sælan vera.28Mannsins lífdagar eru taldir, en Ísraels lífdagar eru óteljanlegir.29Vitur maður aflar sér tiltrúar hjá sínu fólki og hans nafn lifir að eilífu.
30Barn! prófa sál þína í þínu lífi og sjá, hvað henni er skaðlegt, og leyf henni það ekki.31Því öllum er ekki allt þénanlegt, og sérhvör sál hefir ekki velþóknan á öllu.32Vertu ei óseðjanlegur af öllu ljúfmeti, og ráðstu ei gírugur að fæðunni.33Því eftir mikið át kemur erfiðleiki, og óhóf leiðir til uppkasta og niðurgangs (kólera).34Af óhófi hafa margir dáið; en sá sem gætir sín, lengir sitt líf.

V. 9. a. Láti eiga undir hvörnig þér reiðir af.