Páll hvetur til að vanda líferni sitt, þar eð Krists koma til dómsins sé hulin; áminnir til elsku við kennifeður, til friðsemi og fleiri dyggða, og árnar mönnum þar til Guðs aðstoðar; kveður og skipan að láta alla lesa pistilinn.

1En um ákveðna tíma (nær þetta skuli ske) er ekki þörf eg skrifi yður, bræður!2því sjálfir vitið þér gjörla, að dagur Drottins mun koma sem þjófur á nóttu.3Þegar menn segja: „nú er friður og öllu óhætt,“ þá mun snögg eyðilegging koma yfir þá, eins og jóðsótt yfir ólétta konu; og þeir munu ekki geta umflúið.4En þér, bræður! eruð ekki í myrkri, svo að sá dagur geti yfir yður komið sem þjófur.5Því allir eruð þér ljóssins synir og dagsins synir. Vér erum ekki (synir) næturinnar og myrkursins;6látum oss því ekki sofa, a) eins og aðrir gjöra, heldur vaka og vera ódrukkna b);7því þeir, sem sofa, sofa um nætur, og þeir, sem drekka, drekka á nóttum.8En látum oss, sem erum dagsins synir, vera ódrukkna, íklædda í brynju trúarinnar og kærleikans og hjálmaða með von hjálpræðisins;9því Guð hefir ekki ætlað oss til ófarsældar, heldur til að öðlast sáluhjálp vegna Drottins vors Jesú Krists,10sem dó fyrir oss, svo hvört vér vektum eður svæfum þá skyldum vér ásamt honum lifa.11Áminnið því hvör annan, og efli hvör yðar sálarheillir annars, eins og þér og gjörið.
12Þess biðjum vér yður, bræður! að þér hafið mætur á þeim, sem vinna hjá yður og veita yður forstöðu, af Drottins hálfu og áminna yður,13og að þér auðsýnið þeim sérlega virðingu og elsku fyrir verk þeirra. Verið friðsamir innbyrðis.14Enn framar áminni eg yður, bræður, að þér áminnið hina óstýrilátu, huggið ístöðulitla, styðjið þá, sem veikir eru, hafið umburðarlyndi við alla.15Sjáið til, að enginn gjaldi illt með illu, en stundið ávallt gott að gjöra, bæði hvör öðrum innbyrðis og öllum út í frá.16Verið ætíð glaðir.17Biðjið án afláts.18Gjörið þakkir fyrir allt, því það er Guðs vilji, yður kunnur gjör fyrir Jesúm Krist.19Útslökkvið ekki andann.20Fyrirlítið ekki spádómsgáfur,21prófið heldur allt, og haldið því, sem gott er.22Haldið yður frá illu, í hvörri mynd, sem það sýnir sig.23En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega, og allur yðar andi, sála og líkami, varðveitist flekklaust í tilkomu Drottins vors Jesú Krists.24Trúfastur er sá, er yður hefir kallað, hvör eð og mun binda enda á sitt fyrirheiti.25Bræður! biðjið fyrir oss.
26Heilsið öllum bræðrunum með heilögum kossi.27Eg særi yður í nafni Drottins, að þér látið lesa bréf þetta fyrir öllum heilögum bræðrum.
28Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður.

V. 2. Lúk. 12,39.40. 2 Pét. 3,10. Opinb. b. 3,3. V. 3. Jer. 6,14. 8,11. Lúk. 24,34. V. 4. það er: vanþekkingu, vitið því hvörnig þér eigið að búa yður undir þessa tíð. Efes. 5,8. Opinb. b. 16, 15. V. 5. Ljós og dags synir kallast þeir, sem upplýstir eru af Krists lærdómi. Lúk. 16,8. Jóh. 8,12. 12,46. Róm. 13,12.13. V. 6. a. þ. e. vera hugsunarlaus um breytni vora. Efes. 5,14. Lúk. 21,36. 1 Kor. 15,34. b. það er: gætnir og haldandi girndum í taumi. V. 8. Esa. 59,17. Róm. 13,12. Efes. 6,14.17. V. 9. Róm. 6,23. V. 10. Róm. 14,8.9. 2 Kor. 5,15. V. 11. Hebr. 10,24. fl. V. 12. 1 Kor. 16,18. Gal. 6,6. Fil. 2,29. 1 Tím. 5,17. V. 13. 1 Kor. 9,11. V. 14. Matt. 18,15. 2 Tess. 3,6.11. Róm. 14,1. Kap. 15,1. V. 15. Orðskv. b. 17,13. 20,22. Matt. 5,39. Hebr. 12,14. V. 16. Lúk. 10,22. Róm. 12,12. V. 17. Lúk. 18,1. Kól. 4,2. V. 18. Efes. 5,20. Kól. 2,7. V. 19. Efes. 4,23.30. V. 20. 1 Kor. 12,10. V. 21. Róm. 2,18. Fil. 1,10. V. 20. Fil. 4,8. V. 23. Róm. 15,33. 1 Kor. 1,8. Kól. 1,22. V. 24. 1 Kor. 1,9. 10,13. 2 Tess. 3,3. V. 25. Kól. 4,3. V. 26. Róm. 16,16. 1 Kor. 16,20. V. 27. Kól. 4,16. V. 28. Fil. 4,23.