Ætt og niðjar Nóa sona.

1Þetta er ættartal Nóa sona, Sems, Kams og Jafets. Þeim fæddust synir eftir flóðið.2synir Jafets eru: Gomer, Magog og Madai og Javan og Tubal og Mesek og Tiras.3Og synir Gomers: Askenas og Rifat og Tógorma.4og synir Javans: Elisa og Tarsis, Kitim og Dodanim,5frá þessum útkvísluðust eyjanna þjóðir, að löndum, tungumálum og ættum hver frá annarri innbyrðis aðgreindar.6Og synir Kams: Kusk og Misraim og Put og Kanaan.7Og synir Kusks: Meroe og Hevila og Sabta og Raema og Sabtka. Og synir Raemas: Sabea og Dedan.8Og Kusk gat Nimrod, sá hinn sami fór að verða voldugur á jörðunni,9sá hinn sami var mikill veiðimaður fyrir Drottni. Því er máltækið: voldugur veiðimaður fyrir Drottni, eins og Nimrod.10Og Babel var upphaf hans ríkis, Erek og Akkad og Kalne í landinu Sinear.11Frá þessu landi kom Assur, og byggði Ninive og Rehobot, Ir og Kala;12og Resen milli Ninive og Kala; það er stóri staðurinn.13Og Misraim gat Luda og Anamu og Lekaba og Naftua,14og Patrusim og Kasluka (þaðan eru komnir Filistar) og Kaftora.15Og Kanaan gat Sidon sinn frumgetning, og Het,
16og Jebúsi og Amroi og Gergesi,17og Hivi og Arki og Sini,18og Arradi og Semari og Hamati og eftir það útdreifðust ættir Kanaanítanna.19Landamerki Kananítanna eru: frá Sidon um Gerar allt til Gasa, þá er stefnan til Sódóma og Gomorra og Adama og Seboim, allt til Lesa.20Þetta eru synir Kams eftir þeirra ættum, eftir þeirra tungumálum, í þeirra löndum, í þeirra þjóðum.21Og sem átti líka syni, faðir allra Eberssona, þeim eldra bróður Jafets.22synir Sems eru: Elam og Assur og Arfaksad og Lud og Aram.23Og synir Arams: Us og Hul og Geter og Mas.24Og Arfaksad gat Sala, og Sala gat Eber.25Og Eber voru bornir tveir synir: nafn annars Peleg, því á hans dögum var jörðunni skipt; hinn bróðirinn hét Jaktan.26Og Jaktan gat Almodad og Salep, Hasarmavet og Jara.27Hadóram og Usal og Dikla.28Og Obal og Abimael og Seba.29Og Ofír og Hevila og Jobab. Þessir eru allir Jaktans synir.30Og þeirra bústaður var: frá Mesa til Sefar, fjallsins austur frá.31Þetta eru synir Sems, eftir þeirra ættkvíslum og tungumálum í þeirra löndum, eftir þeirra þjóðum.32Þetta er ættartal Nóa sona, eftir þeirra ættkvíslum, í þeirra þjóðum, og frá þeim útdreifðust þjóðirnar um jörðina eftir flóðið.