Spádómur móti Edomítum.

1Drottinn talaði til mín svolátandi orðum:2þú mannsins son, snú þú augliti þínu gegn Seirsfjalli a), og spá í móti því.3Seg til þess: Svo segir Drottinn alvaldur: sjá, eg rís upp á móti þér, Seirsfjall, og vil útrétta mína hönd í móti þér, og gjöra þig að auðn og öræfum;4eg vil gjöra þínar borgir að örbýlum, og þú skalt sjálf verða að eyðimörku, og viðurkenna, að eg em Drottinn.5Af því þú býr yfir eilífum fjandskap, og seldir Ísraelsmenn undir sverðseggjar á þeirra neyðartíma, þegar misgjörðir þeirra steyptu þeim í ógæfuna:6þar fyrir, svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn alvaldur, vil eg gjöra þig að blóðtjörn, og blóðsekt skal ofsækja þig; af því þú hataðir ekki blóðsúthellingar, skal blóðsektin ofsækja þig.7Eg vil gjöra Seirsfjall að auðn og öræfum, og láta þar alla umferð afleggjast;8eg vil uppfylla þess fjöll með vegnum mönnum, og á þínum hæðum, í þínum dölum, og við þína læki skulu sverðbitnir menn falla;9eg vil gjöra þig að ævinlegri eyðimörk, og þínar borgir skulu ei byggðar verða, og þér skuluð viðurkenna, að eg em Drottinn.10Af því þú segir, „hvörttveggja fólkið og bæði löndin b) skulu vera mín, vér viljum eignast þau“, enn þótt Drottinn sé þar:11þar fyrir, svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn alvaldur, vil eg breyta við þig, eins og þín reiði og heift vinnur til, og eins og þú hefir breytt haturslega við þá; þeir skulu viðurkenna minn mátt, þegar eg refsa þér;12og þú skalt sanna, að eg Drottinn hefi heyrt öll þau háðsyrði, sem þú hefir hreytt í móti Ísraelsfjöllum, er þú sagðir: þau eru í eyði lögð og gefin oss til afneyslu.13Þér töluðuð stóryrði í gegn mér og höfðuð orðmælgi við mig; eg hefi heyrt það.14Svo segir Drottinn alvaldur: þegar önnur lönd gleðja sig, vil eg gjöra þig að eyðimörku;15eins og þú gladdist yfir því, að arfleifð Ísraelsfólks væri í eyði lögð, eins vil eg gjöra við þig: Seirsfjall skal verða að auðn, og allt Edomsland, eins og það er sig til, svo að þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn.

V. 2. Edomslandi, Idumeu, 1 Mós. 36,8–9. V. 10. b. Ísraelsríki og Júdaríki.