Postulinn áminnir þá trúuðu til heilags framferðis. Að hvör einn svo sem limur á Krists líkama hegði sér réttilega. Einkum í auðsýningu kærleiks verkanna.

1Svo f) áminni eg yður, bræður! fyrir miskunnsemdir Guðs, að þér g) framleggið yðar líkami svo sem h) offur, lifandi, heilagt, Guði þakknæmt,2og i) lagið yður ei eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með k) endurnýjungu yðar sinnis, að þér megið reyna, hvör sé l) vilji Guðs, hvað m) gott er og n) (Guði) velþóknanlegt og fullkomið;3því að eftir þeirri o) náð, sem mér er gefin, segi eg og sérhvörjum, sem á meðal yðar er, p) að hugsa ekki hærra en hugsa ber, heldur hugsa svo, að hann hugsi hyggilega, q) eftir því, sem Guð hefir sérhvörjum útbýtt mælir trúarinnar.4Því að svo sem vér höfum á einum líkama marga limi, en limirnir hafa ekki sama verk,5svo erum vér og margir einn líkami í Kristi, en hvör fyri sig annars limur;6en höfum r) margvíslegar náðargáfur eftir þeirri gáfu sem oss er gefin,7hvört heldur spádóm s) eftir reglu trúarinnar eða t) embætti—u) erum vér hvör annars limir—í embættinu, eða kennandi í kenningunni,8eða áminnandi í áminningunni; sá v) útbýtandi í hreinskilninni, sá x) fyrirráðandi í kostgæfninni, sá miskunnandi y) í hýrleikanum.9Elskan z) sé flærðarlaus; hatið þ) hið vonda, en haldið fast við það góða.10Verið æ) í bróðurlegum kærleika, innilega elskandi hvör annan; hvör ö) verði fyrri til virðing að veita öðrum;11í iðninni ólatir, í andanum a) glóandi, b) Drottni þjónandi,12í c) voninni glaðir, d) í þjáningunni þolinmóðir, í bæninni staðfastira)!13takið þátt í nauðþurftum heilagra! b) kostgæfið gestrisnina!14blessið þá, er ofsækja yður! blessið en bölvið ekki!15fagnið með fagnendum og grátið með grátendum!16verið samhuga innbyrðis c), hugsið ei hátt, heldur haldið yður við það lága! verið d) ei sérvitrir!17Gjaldið e) engum illt fyrir illt! f) stundið það, sem fyrir allra manna sjónum er sómasamlegt!18ef mögulegt er þá hafið, svo mikið sem þér kunnið, frið við alla menn!19hefnið yðar ekki sjálfir, elskanlegir! heldur gefið rúm reiðinni; því að skrifað er: mín er hefndin, eg vil endurgjalda, segir Drottinn.20Þar fyrir ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka, því þegar þú gjörir þetta, þá safnar þú glóðum elds yfir höfuð honum!21lát ei yfirvinna þig af því vonda, heldur yfirvinn þú það vonda með því góða!

V. 1. f. Fil. 2,1. g. Kap. 6,13.16. h. Fil. 4,18. 1 Pét. 2,5. V. 2. i. 1 Pét. 1,14. 1 Jóh. 2,15. k. Ef. 4,23. l. Ef. 5,17. Kól. 1,9. m. Róm. 12,9.21. n. Hebr. 13,21. V. 3. o. Kap. 1,5. p. 1 Kor. 4,6. q. 1 Kor. 12,1. Ef. 4,7.16. þ. e. samboðið þeirri gáfu, sem Guð hefir sérhvörjum útskammtað. V. 4. 1 Kor. 12,12. Ef. 1,22.23. V. 5. 1 Kor. 12,27. Ef. 5,33. V. 6. r. 1 Kor. 12,4. 1 Pét. 4,10.11. V. 7. s. þ. e. þá sýnum vér það eftir sem vor trú er til. t. 1 Kor. 12,28. u. Þ. e. sýnum vér það í því embætti hve góðir limir vér erum. V. 8. v. þ. e. Safnaðanna ölmusugjöfum. 2 Kor. 8,2. x. Post. g. b. 20,28. 1 Pét. 5,2. 1 Tím. 5,17. y. 2 Kor. 9,7. V. 9. z. 1 Tím. 1,5. þ. Sálm. 36,5. 139,21. Amos. 5,15. V. 10. æ. Ef. 4,3. 1 Tess. 4,9. 1 Pét. 1,22. 2 Pét. 1,7. Fil. 2,3. 1 Pét. 2,17. 5,5. ö. aðr: hagandi sér eftir tímanum. V. 11. a. Post. g. b. 18,25. Opinb. b. 3,15. b. Lúk. 10,20. Róm. 15,13. 2 Kor. 6,10. V. 12. c. Hebr. 10,36. 12,1–3. d. Lúk. 18,1. Ef. 6,18. V. 13. a. 1 Kor. 16,1. b. 1 Pét. 4,9. V. 14. Matth. 5,44. 1 Kor. 4,12. 1 Pét. 3,9. V. 15. Sálm. 35,13. Sír. 7,35. V. 16. c. Kap. 15,5. 1 Kor. 1,10. Fil. 2,2. Sálm. 133,1. d. Orðskv. b. 3,7. 26,12.16. Es. 5,21. V. 17. e. Matt. 5,39.40. 1 Pét. 3,9. f. 2 Kor. 8,21. V. 18. Mark. 9,50. Hebr. 12,14. V. 19. 3 Mós. b. 19,18. Matt. 5,39. 1 Kor. 6,7. 5 Mós. b. 32,35. Sálm. 94,1. Hebr. 10,30. V. 20. Orðskv. b. 25,21.22. Matt. 5,44. V. 21. 1 Sam. b. 24,18.