Páll skipar að biðja fyrir öllum. Reglur um það hvörnig karlmenn og kvenmenn skuli hegða sér í þeirra guðræknissamkomum.

1Fyrst og fremst áminni eg til þess að menn framberi bænir, óskir, fyrirbænir og þakkargjörð fyrir öllum mönnum,2fyrir konungum og valdsmönnum, svo vér með spekt og rósemi lifað getum guðrækilega og sómasamlega.3Þetta er gott og þóknanlegt fyrir Guði vorum frelsara4sem vill að allir hólpnir verði og komist til þekkingar á sannleikanum.5Því einn er Guð og einn er meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Jesús Kristur,6sem gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla, til vitnisburðar á tilsettri tíð.7Hann að boða er eg settur prédikari og postuli, heiðinna þjóða lærimeistari í trúnni og sannleikanum. Það segi eg satt og lýg ekki.
8Þar fyrir vil eg að karlmenn, hvar helst sem þeir samankoma til bænagjörðar, upplyfti heilögum höndum án reiði og þrætu.9Sömuleiðis vil eg að konurnar skrýði sig sómasamlegum búningi, með blygð og hóflæti, ekki með hárfléttum, gulli, perlum og dýrindisbúningi10heldur (eins og þeim konum sómir er sýna vilja guðrækni) með góðum verkum.11Konan á að læra (taka á móti kenningunni) hljóðlega, með allri undirgefni.12En ekki leyfi eg nokkurri konu að kenna eða ráða yfir karlmanni, heldur á hún að vera kyrrlát.13Því fyrst var Adam myndaður, Eva þar á eftir.14Og Adam tældist ekki heldur var konan tæld og gjörðist brotleg.15En hún verður hólpin vegna barnburðarins ef þau standa stöðug í trú, kærleika og heilagleika samfara hóflæti.

V. 2. Jer. 29,7. V. 6. Ef. 1,7, að Guð vilji fyrirgefa syndirnar. Gal. 4,4. V. 7. Post.gb. 9,15. Róm. 11,13. Gal. 2,8.9. 2 Kor. 12,6. V. 8. Jóh. 4,21. 2 Makk.b. 3,20. V. 9. 1 Pét. 3,3.4. Sbr. Tít. 2,3. Sbr. 1 Kor. 11,3–18. Esa. 3,16. fl. V. 10. Efes. 2,10. sbr. Jak. 2,18. V. 12. 1 Kor. 14,34. Efes. 5,22. Tít. 2,5. V. 13. 1 Mós.b. 1,27. 2,7.18. V. 14. 1 Mós.b. 3,6. 2 Kor. 11,3. V. 15. Konan var sköpuð til þess að mannkynið gæti tímgast.