Sama efni.

1Afklæð þig, Jerúsalem, sorgar- og eymdarbúninginum, og íklæð þig því skarti dýrðarinnar sem þér er eilíflega af Guði lánað!2Far þú í þann fóðraða kyrtil réttlætisins frá Guði, og set á þitt höfuð dýrðarkórónu þess eilífa!3Því Guð mun sýna þinn ljóma allri jörðu undir himninum.4Því þitt nafn mun af Guði að eilífu nefnt verða: Friður réttlætisins og (hrós) dýrð guðrækninnar.5Statt upp, Jerúsalem, gakk upp á hæðina, og lít til austurs, og sjá þín börn samanheimt frá niðurgöngu sólarinnar, allt til uppgöngu, fyrir orð hins heilaga, og þau gleðja sig við Guðs tilhugsan!6Fótgangandi fóru þau frá þér, rekin af óvinunum, en Guð færir þér þau aftur upphafin með dýrð, eins og í kóngshásæti.7Því Guð bauð að öll há fjöll og eilífir hólar skyldu lækka og dalirnir fyllast, svo allt yrði slétt, svo Ísrael gengi óhultur fyrir Drottins dýrð.8En skógarnir gefa, og öll ilmandi tré, Ísrael skugga, eftir Guðs boði.9Því Guð mun leiða Ísrael með fögnuði í ljósi sinnar dýrðar, með sinni miskunnsemi og réttlæti.

Í Viðeyjarbiblíu er ritið Bréf Jeremía birt sem 6. kafli Barúksbókar. Til einföldunar á framsetningu er næsti kafli birtur undir yfirskriftinni Bréf Jeremía.