Sundurlausar greinir.

1Vínið er spottari, sterkur drykkur glamrari; hvör sá sem hér af tælist, er ekki hygginn.2Kóngsins ótti er svo sem grenjan ljónsins, hvör sem hann egnir til, syndgar á móti sínu lífi.3Það er manns æra að halda sér frá þrætu, en hvör einn dári hleypur á sig.4Af því vetur er, vill sá lati ekki plægja; hann mun leita (sníkja) þegar uppskeran er, en ekkert fá.5Ráð mannsins hjarta er sem í djúpu vatni (væri), en vitur maður fiskar það upp.6Margir menn gjöra mikið, hvör af sinni góðsemi, en einn mann rétt trúfastan, hvör finnur hann?7Í sinni ráðvendni gengur sá réttláti áfram. Sæl eru hans börn eftir hann.8Þegar kóngurinn situr á dómstólnum, tvístrar hann öllu illu með sínum augum.9Hvör getur sagt: eg hefi hreinsað mitt hjarta, eg er hreinn af synd.10Breytileg vigt og mælir, er hvörttveggja Drottni andstyggð.11Ungmennið má þegar þekkja af þess verkum (íþróttum), hvört það muni verða hreint, og þess athafnir réttar.12Eyrað sem heyrir og augað sem sér, hvörutveggja hefir Drottinn gjört.13Elska þú ekki svefninn, svo þú verðir ekki fátækur; haf þú þín augu opin, svo skaltu seðjast af brauði.14Það er slæmt! það er slæmt! segir kaupandinn, en þá hann gengur burt, hrósar hann því sama;15Nóg er til af perlum og gulli, en dýrari verkfæri eru vitrar varir.16Tak þú hans föt, því hann hefir gengið í borgun fyrir annan mann, og taktu af honum pant sakir þess óþekkta.17Vel smakkast mörgum falsbrauð, en eftirá fyllist munnurinn af aur,18ráðagjörðir teknar með umhugsan, gilda, heyja þú því örlög með ráðdeild.19Sá sem uppljóstar leyndarmálum, er sem baktalari; haf þú engin mök við þann sem svíkur með sínum vörum.20Hvör sem formælir föður sínum eða móður, þess skriðljós slokknar í niðamyrkri.21Sá arfur sem maður í upphafi fíkist eftir, mun ekki blessast á endanum.22Seig þú ekki: eg vil endurgjalda illt! bíð þú Drottins og hann mun hjálpa þér.23Misjöfn vigt er viðurstyggð fyrir Drottni; og sviknar metaskálir eru ekki góðar.24Frá Drottni koma mannsins spor, hvörnig getur hann skynjað sinn veg?25Það er manninum snara að hlaupa á sig með það heilaga; og síðan að rannsaka það eftir að heitið er gjört.26Hygginn kóngur tvístrar þeim óguðlegu, og lætur hjólið yfir þá ganga.27Mannsins andi er ljós Drottins, sem rannsakar alla afkima í hans hjarta.28Miskunnsemi og trúfesti varðveita konunginn; og hann styður sitt hásæti með kærleikanum.29Kraftar hinna ungu er þeirra prýði, og hærur eru heiður hinna gömlu.30Bólga og sár eru hreinsun hins vonda, og högg sem ganga næst hans lífi.