Gideons afreksverk. Synir. Dauði.

1Og þeir menn af Efraim sögðu til hans: hvar fyrir breyttir þú svo við oss, að þú kallaðir oss ekki, þegar þú fórst að stríða móti Midianítunum; og þeir þráttuðu ákaflega við hann.2Og hann sagði þá til þeirra: hvað hefi eg nú gjört, sem jafnist við yðar verk? er ekki (einn) vinkvistur Efraims betri en (öll) vínyrkja Abíesers?3Guð gaf höfðingja Midianítanna Oreb og Seeb í yðar hönd, og hvörnig mundi eg hafa orkað því, sem þér gjörðuð? Og sem hann hafði þetta mælt, sefaðist reiði þeirra móti honum.
4Þegar Gídeon var nú að Jórdan kominn, fór hann yfir hana og þeir þrjú hundruð menn með honum, sem þó voru þreyttir orðnir, og eltu (óvinina).5Og hann sagði til fólksins í Súkkot: æ! gefið fólkinu, sem fylgir mér (nokkuð) af brauði, því það er þreytt orðið, þar eg er að elta Seba og Salmúna, kónga Midianítanna.6En sérhvör höfðingjanna í Súkot svaraði: eru þá Seba og Salmúna allareiðu svo í þínum höndum, að vér þurfum að gefa her þínum brauð?7Þá sagði Gídeon: nú vel, þegar Drottinn gefur þá Seba og Salmúna í mínar hendur, þá skal eg sundurtæta hold yðar með þyrnum af eyðimörku og með þistlum.8Og síðan fór hann þaðan upp til Pnúel og talaði til fólksins þar á sama hátt, en það svaraði honum allt eins og fólkið í Súkot hafði svarað.9Hvörs vegna hann sagði þá til fólksins í Pnúel: þegar eg kem til baka aftur með friði, þá skal eg niðurbrjóta kastala (turn) þenna.
10En þeir Seba og Salmúna vóru í Karkór, og her þeirra með þeim, hér um fimmtán þúsundir, sem aðeins vóru eftir af öllum hernum austan að, en hundrað og tuttugu þúsundir vopnfærra manna vóru fallnar.11Síðan fór Gídeon upp veginn til þeirra, sem í tjöldum búa, austan til við Nóba og Jógbea, og hann lagði her (Midianítanna) að velli, þá hann ekki uggði að sér.12En Seba og Salmúna flýðu og hann elti þá, og hertók (þessa) tvo kónga Midianítanna, en skaut skelk í bringu öllum þeirra her.13Eftir það, þegar Gídeon sonur Jóas kom til baka frá orrustu þessari, og það fyrir sólaruppkomu,14þá tók hann til fanga einn ungan mann frá þeim súkótisku til að aðspyrja hann; og hann skrifaði upp fyrir hann (með nafni) alla höfðingjana í Súkót og öldungana þar, sem vóru sjötíu og sjö manns að tölu.15Og sem hann kom til fólksins í Súkót sagði hann: sjáið! hér eru nú þeir Seba og Salmúna, fyrir hvörja þér hædduð mig segjandi: eru Seba og Salmúna allareiðu svo fallnir í þínar hendur, að vér þurfum að gefa þínum mönnum, sem þreyttir eru, brauð?16Og hann tók öldungana úr borginni, og þyrna og þistla af eyðimörkinni, og kenndi fólkinu í Súkót með þeim að skilja (til hvörs þeir unnið höfðu).17Síðan braut hann niður kastalann í Pnúel, en drap mennina í borginni.18Og hann sagði til Seba og Salmúna: hvörnig vóru þeir menn upp á að sjá, sem þið drápuð í Tabor? þeir svöruðu: eins og þú, svo vóru þeir; þeir báru (þvílíkan) svip sem þeir væru kóngssynir.19Þá sagði hann: þeir hafa verið mínir bræður, synir móður minnar. (Svo sannarlega sem) Drottinn lifir, ef þið hefðuð gefið þeim líf, skyldi eg ekki hafa slegið yður í hel. Og hann sagði til Jeters síns frumgetna sonar: stattu upp og sláðu þá í hel.20En pilturinn dró ekki sitt sverð úr slíðrum; því hann varð hræddur, þar hann enn nú var unglingur.21En Seba og Salmúna sögðu: stattu (sjálfur) upp og vinn á oss, því eins og maðurinn er, eins er orka hans; stóð þá Gídeon upp, og sló Seba og Salmúna í hel, og tók spengur þær, er vóru um hálsana á þeirra úlföldum.
22Þá sagði hvör maður í Ísrael til Gídeons: drottna þú yfir oss, bæði þú og þinn sonur og svo þinn sonarsonur, því þú hefir frelsað oss af Midíanítanna hendi.23En Gídeon svaraði þeim: ekki vil eg drottna yfir yður, og minn sonur skal ei heldur yfir yður drottna, Drottinn (Jehóvah) hann skal drottna yfir yður!24Og hann sagði (ennframar) til þeirra: einnar bónar vil eg biðja yður: gefið mér hvör einn ennisspöng *) af sínu herfangi, því þeir höfðu gullhlöð um enni haft **), af því þeir vóru Ísmaelítar. Þeir svöruðu: það viljum vér fúslega gjöra,25og þeir breiddu dúk út, og köstuðu á hann, hvör um sig, ennisspöng (hring) af herfangi sínu.26En þyngd þessara gulllegu ennisspanga (hringa), er hann beiðst hafði, vóru þúsund og sjö hundruð (siklar) gulls fyrir utan þær spennur og hálskeðjur og purpuraklæði, sem Midíanítanna kóngar höfðu borið, og fyrir utan keðjur þær, sem vóru á hálsum úlfalda þeirra.27Og Gídeon gjörði úr þessu hökulbílæti og setti í sína borg í Ofra, og allur Ísrael framdi afguðadýrkan þar með, og það varð Gídeon og hans húsi til snöru.28Þannig máttu nú Midíanítar lúta í lægra haldi fyrir Ísraelsbörnum, og þeir gátu aldrei uppreisn fengið eftir þetta, og landið hafði um Gídeons daga, frið í fjörutíu ár.29En Jerúb-Baal, sonur Jóas, fór burt og bjó í sínu húsi.
30Og Gídeon átti sjötíu syni, sem hann var faðir að, því hann hafði margar konur.31Og hjákona hans, sem hann átti í Sikem, fæddi honum og son, og honum gaf hann nafnið: Abimelek.32En Gídeon sonur Jóas deyði í góðri elli, og var grafinn í gröf síns föðurs Jóas Abí-Esrita, sem var í Ofra.
33Og það skeði þegar Gídeon var dauður, þá féllu Ísraelsbörn frá (Guði) og frömdu afguðadýrkun eftir Baalím, og gjörðu sér Baal-Berit að (af)guði.34Og Ísraelsbörn minntust ekki Drottins síns Guðs, sem frelsað hafði þá úr allra þeirra óvina höndum allt um kring.35Og ei heldur sýndu þeir miskunnsemi við Jerúb-Baals, það er Gídeons hús, fyrir allt það góða er hann hafði auðsýnt Ísrael.

V. 1. Dóm. 12,1. 15,11. V. 2. Er ekki vínkvistur og s. fr. meiningin er: eru ekki yðar afreks verk miklu meiri en mín? Dóm. 6,34. Es. 17,2. V. 5. 1 Mós. 33,17. V. 6. Eru þá Seba og s. fr. Þetta voru hæðnisorð. 1 Sam. 25,11. V. 8. 1 Kóng. 12,25. V. 11. 4 Mós. 32,35.42. 1 Sam. 30,16. V. 17. 1 Kóng. 12,25. V. 13. Og það fyrir sólaruppkomu. Aðrir, yfir hæðirnar hjá Heres. V. 21. Sálm. 83,12. Es. 3,19. V. 24. *) Aðr: hring, ótilgreint hvört heldur eyrna- eður nasahring. **) Aðr: borið hringa. V. 27. Framdi afguðadýrkun Hebr. drýgðu hór, sjá Dóm. 2,17. 17,5. 2 Mós. 28,4.6. 5 Mós. 7,16. V. 28. Dóm. 5,31. V. 30. Hann var faðir að. Hebr. komnir af hans lendum. 2 Kóng. 10,1. V. 31. Dóm. 9,1. V. 32. Dóm. 6,11. V. 33. Dóm. 12,11. 9,4. V. 35. Dóm. 9,5.19.