Þær sjö þrumuraddir. Eiður engilsins. Bæklingurinn.

1Síðan sá eg annan e) engil sterkan stíga af himni ofan, hann var klæddur skýi; yfir höfði honum var f) regnbogi, g) andlit hans var eins og sólin, og fætur hans, sem eldstólpar.2Hann hélt á opnum bæklingi í hendinni, og setti hægra fótinn á sjóinn, en hinn vinstra á jörðina.3Hann kallaði hárri röddu, eins og þá ljón öskrar, og þegar hann hafði kallað, töluðu þær sjö reiðarþrumur sínar raddir.4En þá þær sjö þrumur höfðu talað, ætlaði eg að fara að skrifa; þá heyrði eg rödd af himni, sem sagði: innsigla þú það, sem þær sjö reiðarþrumur hafa talað, og skrifa það ekki.5a) engill, sem eg sá standa á sjónum og jörðunni, b) hóf þá upp sína hægri hönd til himins,6og e) sór við þann, sem lifir að eilífu, sem d) skóp himininn og það sem í honum er, jörðina og það, sem á henni er, og sjóinn og það, sem í honum er: að enginn frestur mundi lengur gefinn verða;7heldur, þá sá sjöundi engill básúnaði, skyldi framkvæmast Guðs leynda ráð, sem hann hafði birt spámönnunum, sínum þjónum.8Röddin, sem eg heyrði af himni, talaði þá til mín aftur og sagði: far og tak þann opna bækling, er engillinn heldur á, sem stendur á sjónum og jörðunni.9Eg fór til engilsins og bað hann fá mér bæklinginn; hann sagði við mig: tak og et hann, hann mun verða beiskur í maga þínum, en í munni þér sætur, sem hunang.10Eg tók þá við bæklingnum af englinum, og át hann, og var hann sætur í munni mínum, sem hunang, en þá eg hafði etið hann, fékk eg magaverki.11Þá sagði hann við mig: þér ber aftur að spá í gegn þjóðum, lýðum, tungumálum og mörgum konungum.

V. 1. e. Kap. 5,2. f. Kap. 4,2. g. Kap. 1,16. Matt. 17,2. V. 3. 18,2. V. 4. Dan. 8,26. 12,4.9. V. 5. a. Dan. 12,7. b. 1 Mós. b. 14,22. 5 Mós. b. 32,40. V. 6. c. Matt. 26,63. d. Sálm. 124,8. V. 7. Róm. 11,25. 1 Kor. 15,51. V. 11. Kap. 1,11.19.